þriðjudagur, október 30, 2007

AMMA OG AFI - OG VIÐ Í TX - ???????

Logi
Ömmuhugleiðingar
Ég varð nú að gera sér ‘’greinagerð,, hér um fyrsta barnabarn okkar er fæddist þann
20 október 2007 kl 18;33 að íslenskum tíma., og eins og pabbi hans sagði mér sex
dögum fyrir fullt tungl og er stjörnumerki hans Vogin. Hann átti að fæðast þann 17 október sem er reynda afmælisdagur Inga elsta bróður míns og var afmælisdagur Lilju Þórarinsd. móður minnar sálugu en hún hefði orðið 86 ára þá. En prinsinn lét aðeins bíða eftir sér, ekki lengi en nóg til að mamman og pabbinn og gott fólk með þeim gátu klárað framkvæmdir á gólfum. Mikil spenna var hjá okkur tilvonandi ömmunni og afanum þessa vikuna en vorum við á siglingu um Karabíska hafið og biðum spennt eftir fréttum á hverjum degi. Vildum alls ekki vera að trufla foreldra en yngsta dóttir fékk þess vegna margar hringingar og alltaf sama spurningin borin upp. En allt gekk vel við fæðingu og daginn sem við komum í land fengum við þær fréttir að prinsinn væri kominn og var hann 14 merkur og 53 cm – eins og pabbi hans fyrir 35 árum. Ég er búin að fá fullt af myndum til að stara á tímunum saman – og mikill söknuður hjá okkur hér að fá ekki að sjá Loga litla í eigin persónu fyrstu vikurnar í lífi hans – en ég fer þann 29 nóvember til frónar og verð í 2 vikur til að kynnast stráknum í Skólastræti aðeins betur en á meðan þarf aumingja karlinn minn að vera í Egyptalandi og vinna og kemst ekki með heim og er hann afar leiður að komast ekki í þetta sinn. En mikið er gaman að verða amma og njóta þeirra forréttinda að sjá þennan littla einstakling þroskast og dafna.
(Afar viðkvæm amma í mikilli fjarlægð) En á örugglega eftir að koma með meiri fréttir af Loga okkar og sérstklega er heimþrá grípur mig. Jamm og ja…..svona er lífið í Texas í dag.
Mamma og pabbi+ég
Stóra systir mín í heimsókn

Komin heim

Kær kveðja kerling í texas

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ afi og amma þið hafið aldeilis fegngið gullmola, til hamingum með Loga litla. Gaman að þið eruð komin með bloggsíðu nú fer maður að fylgjast vel með ykkur svo þið skuluð endilega hafa einhverja reglu á fréttaflutningnum. Kveðja til ykkar beggja Sigga Þórðar og Steini.

Nafnlaus sagði...

Hæ mamma mín
Flott blogg hjá þér hehe :)

knús þín Gunna

Nafnlaus sagði...

Sæl
Svona á þetta að vera, reglulegar fréttir og myndir. Enn og aftur til hamingju. Verst að geta ekki hitt á þig þegar þú kemur fróna til að sjá prinsinn. Biðjum að heilsa öllum og hafið það gott
Kveðja Drífa

Oddný - Mikil áhugamanneskja um ''Næringu og heilsu + ættfræði - og einnig í dag nemi (Fjarnám) sagði...

Takk fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn við Blogg Drífa mín allveg einstaklega gaman að heimsækja síðuna þína og ef þú ert með einhver fleiri ættmenni eða börn á barnalandi og eða áhugaverðar síður -sendu mér linkinn svo ég gdet bætt við hjá mér takk kveðja til allra
Oddný Texaskellan

Nafnlaus sagði...

Ofsalega er þetta fallegur drengur hann Logi. Til hamingju Öll sömul og skil vel ömmuna að vera spennta.

kær kveðja,
Begga

ps. endilega kíktu í kaffi Oddný mín ef þú mátt vera að á Íslandi.