þriðjudagur, október 30, 2007

Vika 44 í Houston TX

Jæja komin úr fríi- búin að jafna mig- sem tók allveg viku til að ná öllum þessum sykri og sukki úr mínum líkama og öll dagleg rútína komin í fyrra horf. Við fórum með okkar æskuvinum ArinBirni og hans konu Margréti í siglingu í Karabíska hafinu 14 0kt. - 21 0kt. og hef ég sjaldan skemmt mér eins vel segi ég nú bara.Það er frábært að vera á svona skipi og láta stjana við sig frá morgni til kvölds-þvílíkur lúxus og ekki voru eyjarnar sem við sóttum heim síðri og ævintýrin þar. Eins og ég saðgi þá var þetta glaumur og gleði í þá 14 daga er við vorum saman og vil ég bara þakka ykkur elsku hjón fyrir afskaplega skemmtilegt frí og góða samveru og mikinn hlátur sem alldrei bar skugga á hér á Hotel Bay Hill. Eigum eftir að njóta minningana vel og lengi og safna orku í aðra ferð og auðvitað VERSLUN Í LEIÐINNI....!



Nú er ég byrjuða ða blogga og með aðstoð dóttur þá held ég að þetta takist bara ....lol

Heyrumst aftur .

KERLING Í TEXAS

Engin ummæli: