þá verður gaman eins og alltaf er við Helga komum saman og ekki verður verra að vera í fríi með henni og versla fyrir jólin - sem er afar þægilegt hér í Houston og allir hlutir á frábæru verði.... síðan förum við vinkonur heim til Íslands og njótum aðventunnar saman þar ásamt því að njóta samvista við barnabarnið mitt hann Loga sem ég fæ að sjá þá 5 vikna gamall. En Ingvar karl fór til Egyptalands í gær og verður fram að jólum..hann er að setja upp sög í Álveri nálægt Luxor við ána Níl. Þetta verður 8 - 10 vikna verkefni í afar ólíku umhverfi - áhugavert ekki satt? En vinátta Helgu minnar met ég mikið- það er ekki sá dagur að ég heyri ekki í henni á maili hér í Houston með fréttir að heiman og með annað skemmtilega efnið. Við kynntumst í Hreyfingu fyrir 7 árum og erum sammála því - hvað við erum heppnar að hafa eignast vinkonu svona á efri árum..Við klikkuðum bara strax saman - höfum sömu áhugamál-elskum sömu bækurnar- og erum yfirleitt sammála um alla hluti -meira að segja pólítík - en förum ekki meir út í það he he..En á næsta sunnudag -afmælisdaginn - kemur Helga og við gerum eitthvað skemmtilegt þann daginn með Sandi minni- annarri vinkvennu er ég kynntist hér úti í gegn um vinnu Ingvars. Takk fyrir kveðjuna Sigga mín - þú varst aðeins viku á undan rétta deginum en það er nú í lagi- takk fyrir mig.. gaman að sjá að einhverjir fylgjast með þessu rausi mínu-.
En lífið er dásamlegt og að eiga góða vini það besta -það lærir maður í fjarlægum löndAllt tilbúið -
Í Eldhúsi fyrir fermingu í vor
Helga-Gústi og synir
Á ferð um Lónsöræfi í sumar
Bestu kveðjur og bless að sinni
Oddný
5 ummæli:
hæ mamma ég er búin að láta inn myndir og þetta er flott blogg hjá þér en ég ætla að afla mér upplýsingja hvernig maður lætur gestabót inn á blogspot kær kveðja þín Gunna
Hæ Oddný þetta var eftir mér að gleyma að þetta var auðvitað 18 nóv og Palli minn á einmitt afmæli þá jæja ég mundi réttan mánuð ...he he. Annars segi ég góða fer heim. kv. Sigga Þ
Sæl oddný ,átti að skila kveðju frá múttu tjúttu :P hehe.. en hana hlakka mikið til að fá að hitta þig ,ég sagði henni að þú hafðir örugglega ruglast og sért að koma í lok nóv . en sért ekki komin í lok okt. haha..
ég byð innilega að heilsa og vona að þið hafið það rosalega gott uppí þúsund geim einsog Kristín mín segir :)
bmk.Lolla frænka og co.
elsku mamma mín til hamingu með dagin .vonadi áttu góðan dag .
kær kveðja þín börn Gunna og Snorri
Sæl frænka
Til hamingju með daginn um daginn
Kveðja Drífa og fjölskylda
Skrifa ummæli