fimmtudagur, september 25, 2008

Vinir koma í heimsókn og alla leið frá íslandi

45 ára vinátta – ekki allir geta státað sig af því. neiiii...
Húrra húrra húrra húrra........
Á morgunn koma bestu vinir okkar í heimsókn eða hún Unnur H. Og Óli V- hingað til Houston og ætla að dvelja hjá okkur í tvær vikur. Er mikil tilhlökkun í gangi og eigum við eftir að gera margt skemmtilegt hér og skemmtum við okkur sko alltaf vel saman. Við kynntumst fyrst í 7 ára bekk og vorum saman gegn um alla okkar skólagöngu og síðan urðum við báðar mæður afar ungar og vinátta þróaðist með því líka og alldrei borið skugga þar á... mikið höfum við brallað saman í gegn um árin og átt frábærar stundir heima og erlendis. Eiga þau hjónin 3 börn, afar yndislegar og vel gerðar manneskjur í alla staði og komin eru 3 barnabörn í hópinn– heppin þau.!!!..En ég var svo lánsöm að fá að vera dagmamma elsta barnabarns hennar eða Rebekku sem er
6 ára í dag og kynnast henni heilmikið á því. Ennnn út á flugvöll á morgunn og bíðum þeirra við hliðið....
Meiri fréttir seinna......
Kærar vinakveðjur til allra
Oddný í TX

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æj en gaman :) hafið bara gott og njótið að hafa bestu vini í heimsókn :):)
kossar og knús frá mér :***
Kv.Lolla :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Ma and Pa :)
kvitt og knús frá Gunnu og co