mánudagur, október 08, 2007

Oktober 2007

Jæja þá er gestakomu nr fimm lokið í Katy.. á þessu ári 2007 -Yndislega dóttir mín var hér ásamt honum Snorra sínum og dvöldu þau í ''Heilar þrjár vikur -bara Joke Gunna mín .. þið voruð yndisleg og gaman að hafa ykkur- en nú eru næstu gestir að koma á miðvikudag- Margrét og ArinBjörn æskuvinir koma og verðum við saman hér í viku og síðan skemmtisigling um V-Karabíska hafið í 7 daga .. Ingvar karlinn telur dagana í frí -hann hefur ekkert frí tekið á árinu svo hann ætlar að njóta góðs félagsskapar vina og eiginkonu, þvílík sæla og hvað er betra segi ég nú bara og spyr? .. Nú eftir mikla eftirfylgju dóttur minnar er sagði að ekki væri hægt að vera í Houston og vera ekki með blogg - lét ég loks eftir henni að setja upp síðu fyrir mig. Persónulega finnst mér allir á Íslandi vera með heimasíðu í dag og hafa svo óskaplega mikið að segja og hafa í leiðinni mikið álit á öllum málum. Ég veit ekki hvort ég verð svoddan bloggari- en ætla að nota þetta tækifæri sem mér er gefið og þegar mesta heimþrá grípur að setja eitthvað niður á blað er liggur á mínu hjarta í augnablikinu og jafnvel ''uppfræða mín börn og systkynabörn í leiðinni um ættir okkar og ættarsögu -hvort sem fólk vill eða vill ekki......nú þá sleppir það bara að lesa þetta en hinir hafa gaman af . Ekki meir í bili en hún Gunna mín verður afar ánægð að ég sé að blogga þetta - ein minnsta kosti ánægð...

GUNNA OG SNORRI Í HEIMSÓKN

Kerling í TX

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já mamma mín ég er mjðg happy núna :).takk fyrir okkur snorra .það var mjög gaman að vera hjá ykkkur pabba :)þetta er flott blogg hjá þér mútta mín
knús Gunna og Snorri

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta fína blogg Oddný mín..það verður gaman að fylgjast með því:-)
luv. Begga og co

Nafnlaus sagði...

Hæ Oddný mín, til hamingju með afrekið.(Að opna bloggsíðu) Gaman væri nú að kíkja til ykkar í heimsókn einn daginn, á næsta ári eða þarnæsta ;)Góða ferð út á Karíbahafið og njótið vel, ég veit hvað það er æðislegt. Knúsaðu Ingvar kallinn vel og lengi frá mér og mínum.
Sjáumst í des.
Kveðja, Kata

Nafnlaus sagði...

Hæ Oddný mín
Gaman að þú sért farin að blogga.
Flott hjá ykkur mæðgum að koma þessu í gagnið .
Kveðja Hanna

Nafnlaus sagði...

Velkomin í bloggheima veit að þú átt eftir að tjá þig um ýmislegt hér bíð spennt.
kv og knús
Gréta

Nafnlaus sagði...

Daginn elskan
Var að koma úr heilsuhúsinu að kaupa mér fræ ætla að fara að spíra sjálf í salatið taka smá skurk vantar þig nokkuð lýsi fyrir ykkur fyrir "veturinn" ha ha við hérna erum bara þakklát ef hitinn fer yfir tveggja stafa tölu og vælum ekki um annað.
knús og kveðjur Gréta
write something girl

Nafnlaus sagði...

Halló velkomin í bloggheiminn.

Þekki þig ekkert en Gunnu þekki ég og veit ég að hún er örugglega í skyjunum við að sjá þig blogga hér.

Já ég væri líka alveg til í að fræðast svolítið um lífið í USA.

Takk fyrir að fá að skoða.

Kveðja frá Danmörku Dóra

Nafnlaus sagði...

Gaman, gaman nú getur maður fylgst enn betur með ykkur elskurnar, enn og aftur ástarþakkir fyir okkur þúsund kossar og knús þar til næst.
Já, Karabíahafið er og var æði !!!!!! Ætli önnur höf séu janf æðisleg, við þurfum að komast að því.

Magga og Arinbjörn

Nafnlaus sagði...

Jæja frænka
Á ekkert að fara að rita hér á síðuna :o) Til hamingju með ömmu og afa titilinn
Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

mamma atlaru ekki að blogga ? þú getur sent til mín í word ef þú getur ekki komist inn á siðuna .
þín Gunna