föstudagur, nóvember 02, 2007

Nóvember - og enn sumar í TX Hugleiðing

Skrýtið líf !

Er við hjón fórum út í okkar daglega göngutúr í gær um 6 -7 e.h. var enn yndislegt veður, sólin var að setjast - hiti um svona 23c - við á stuttbuxum og bol horfðum við á hvort annað og ég sagði en ''skrítið líf og kominn nóvember,. En nú er sannkallað haust eins og Houstonbúar segja enginn raki í lofti sem er ekki algengt hér nema um haust og vetur. Innfæddir hópast hér í búðir og kaupa sér loðfóðraðar úlpur sem eru hér í tonnatali í verslunum og húfur og vettlinga fyrir kuldatíð. Á dagatali kemur vetur konungur hingað 22.des og vor hefst 22.mars- sem sagt vetur í þrjá mánuði hér ef vetur skildi kalla. Hitastig fer niður í 12-15 stig á nóttunni og er það algengast en getur farið í 0 gráðu eins og sl. janúar hjá okkur og þá var svoldið kalt í húsi. En það voru nú bara nokkrir dagar en það rigndi mikið. Þannig að þessi vetur verður nú fljótur að líða hér hjá okkur og hef ég fulla samúð með löndum heima í kulda og snjó.
Tx-búar ættu að vera í einhvern tíma á fróni í janúar- það væri kuldi...jamm og ja ....
Með Texas-kveðju
Oddný

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ mútta mín :)
já mikið vildi ég að væri hjá ykkur í huoston .það er svo kalt hér þegar ég fer út á morgnana .

Knús kæ kv þín Gunna og co

Nafnlaus sagði...

Gott að þið hafið það gott í Ameríkunni við höfum það líka nokkuð bærilegt hérna.
Loginn litli er fallegur bíð spennt eftir mínum pilti hálfbaunanum og ef til vill er að fjölga meira heyrumst seinna.
Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur
kv og knús
Gréta

Nafnlaus sagði...

Elsku systir og mágur til
hamingju með litla prinsinn.
Héðan er allt gott að frétta
úr Eyjum.Ég hitti Óla frænda
í skákinni í byrjun október
Ég var að opna póstinn síðan
í ágúst byð að heilsa öllum
byð að heilsa öllum

Ingi og Guðný

Nafnlaus sagði...

Hæ kerling í Texas mig minnir að þú eigir afmæli þann 11.nóv ekki rétt? Ég man ekkert hvort tíminn er á undan eða eftir svo ég óska þér bara til hamingju með daginn. Ég kíki orðið oft inn á síðuna til að gá hvort eitthvað nýtt sé að frétta en þú ert nú ekki í hraðritun inn á bloggið he he ...
en gott að geta heyrt annað slagið hvernig gengur hjá ykkur, enn og aftur til hamingju með daginn þann 11.nóv kv, Sigga Þórðar
p.s. þig vantar að hafa gestabók :)