þriðjudagur, september 23, 2008

ER GRÓÐUR Í RUGLI ?? HUGLEIÐINGAR Í LOK SEPTEMBER.

Jæja nú eru 10 dagar síðan Ike leit hér við í Houston og allt að færast í fyrra horf –hægt og rólega samt.Um 40% íbúa er enn rafmagnslaus og er það aðallega í hjá þeim efnaminni eða í norð-austur hluta borgarinnar. Fólk er orðið langþreytt og þarf að bíða tímum saman í röðum til að fá helstu nauðsynar –afar sorglegt. En tókum eftir einu hér í gær bæði hér í garðinum og svo á göngu um hverfið að tré og annar gróður er í útliti og hagar sér eins og vanalega í des eða bara orðið vetrarlegt.Sem sagt eftir veðrið um daginn er gróður sannfærður um að fella þurfi lauf eins og hann gerir um miðjan des og er afar skrýtið að upplifa þetta í okt í TX. Hér byrjar vetur ekki vanalega fyrr en í byrjun des og er allveg framm í miðjan febrúar þá kemur vorið aftur og sumar komið í aprí – maí. Eða afar stuttar árstíðir.

Mynd:Tré í Bay Hill des 07

Heyrumst fljótt aftur
Kær kveðja
Kerling í TX

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað Oddný þú bara grípur GÆSINA hehe.. og byrjar að skreyta Muahaha..
Ég hlakka allavena mikið til að sjá jólatréð í ár hjá ykkur, það var geðbilað flott síðustu jól :)
kram og knús:**
Kv.Lolla

Nafnlaus sagði...


Hafa ekki bara orðið skemmdir á laufi eftir ósköpin.
kv
Gréta