föstudagur, september 19, 2008

DAGINN EFTIR EÐA ER ALLT BÚIÐ??:

Bóndinn í Houston vakti Oddný afar snemma að henni fannst og mótmælti hún hástöfum en hann gaf sig ekki sagði að þetta væri ekki hægt við værum búin að sofa til 2:3o þar væri mið-dagur. Fórum við á fætur og fengum okkur Nes-kaffið og ristað brauðið á gasi því ekkert rafmagn var auðvitað eftir læti næturinnar. Enn þá var grenjandi rigningin og smá vindur en ekkert í líkingu við fyrri óveður.
Hringdi minn mann í vinafólk okkar og spurði frétta en þakplötur og grindverk hafði fokið hjá þeim. Fengum við ansi miklar sögur af nágrönnum þeirra og sérstaklega vinafólki er býr í í afar flottu hverfi hér norður í Houston og hafði auga bylsins komið þar í gegn og tré rifnað upp og hreinlega flogið í loftinu eins og flottasta spjótkast og öll tré í stórum garði þeirra voru horfin upp með rótum –þvílíkur krafturinn í þessu. En í lok símtalsins þá kom í ljós að klukkan væri aðeins 8:3o enn um morgun en ekki liðið á daginn –því litið hafði verið vittlaust á klukkuna og við að vekja fólkið.. Enn hvað með það síminn byrjaði að hringja systir Ingvars í Danmörk hringdi fyrst –þau höfðu haft mikla áhyggjur af okkur og kom þá í ljós að við gætum notað svefnherbergis-síma sem var svona gammeldags sími miðað við nútíma–tól er þurfa hleðslu. En vorum afar fegin og mest allur dagurinn fór í símtöl við ættingja og fréttamenn heima... Ég var afar hissa er sendiráðið í Wasington hafði hringt kveldið áður og spurt um líðan og skildu eftir símanr er við gætum hringt í ef við þurftum hjálp eftir þetta... Ég varð hálfklökk bara og fannst gífurlega gott að vera íslendingur stödd í stóru landi eða samfélagi þar sem einstaklingurinn hverfur oftast inn í fjöldann...Um 17:oo fórum við í okkar göngu um nágrennið og sáum þá hvar þetta hafði herjað á nágranna og kunningja greinar,tré,grindverk og þakplötur í okkar hverfi vestast í Houston en við öll hér óskaplega heppin miðað við alla þá eru sáu á eftir húsum í rok og vind eða eins og í Galvestone sem var allt á floti og í flóðum..
Er við komum heim var rafmagn komið á hjá okkur sem við bjuggumst alls ekki við í bráð og kvöldið fór í að horfa á fréttir og sjá þessar hörmungar –sérstaklega niður við ströndina og í miðborginni og leiða hugann að því hve lítils megn við erum gagnvart náttúruhamförum og hvort ekki sé tími til að við förum virkilega að huga að þessum loft-lagsbreytingum sem eru að herja á mannfólkið alls staðar í veröldinni og hvað við getum gert til að snúa þessarri þróun við......


Kær kveðja Kerling í texas

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan mín
Ef þarf að festa betur einhverjar þakplötur er ég viss um að Ingi og Óli kæmu glaðir í verkið þeir voru svo duglegir að hreinsa rennurnar síðast.Gott að heyra frá þér veit að fleirri eru mér sammála, koma svo fólk kommenta á bloggið fyrst konan er vöknuð af þyrnirósasvefninum
kv og knús Gréta

Nafnlaus sagði...

hæ Mamma mín
flott blogg :) og lika flott mynd
knús og kram þín Gunna og co

Nafnlaus sagði...

Hahaha... blessuð klukkan tíhíhí.. mér fynnst það ponsu fyndið að þú hafir vakið fólk snemma um morgun haha..:D:D en svona kemur fyrir :D
Flott myndin af ykkur hjúum ;) og núna kíki ég alltaf reglulega inn , líst frekar vel!! á að þú sért komin í pennastuð ;)
Kveðja Lolla besta ;)
kram og knús á ykkur :)