miðvikudagur, september 17, 2008

FELLIBYLURINN IKE HOUSTON TX -SEPTEMBER 2008

Hef verið afskaplega ódugleg að blogga síðan í vor barasta en ætla nú að bæta úr því því aldeilis – ætla að deila með ykkur minni upplifun
en kerling í TX lenti í þeirri lífsreynslu að fellibylur fór yfir hér í Houston og ekki á hverjum degi er það kemur fyrir og algjörlega ný reynsla fyrir okkur íslendingana á Bay Hill blvd..vestast í borginni.
En á fimmtudeginum 11. sept var komið í ljós að Ike mundi nema land í Galveston sem er borg hér niður við golf-flóann í klst frá okkur eða um 60 mílna keyrslu, og koma við í flestum bæum við ströndina í Tx, fara svo áfram upp í Houston þannig að borgar-búar mundu finna laglega fyrir þessu líka. Yfirleitt taka svona bylir stórann sveig-fara yfir strandbæina og síðan beint norður eftir og stóran sveig frá Houston –en ekki í þetta skiptið sögðu allar tölvumælingar. En styrkurinn var talinn vera mikill eða 3-4 stigs fellibylur sem er ansi mikið og byrjaði fólk strax að undirbúa sig fyrir það versta..Nú ég dreif mig af stað og keypti vatn í flöskum, mat í dósum og handhægt dót fyrir rafmagnsleysi –vasaljós –kerti –batterí en þetta voru yfirvöld búin að leggja áherslu á í öllum fjölmiðlum sem og afar góð nágrannakona mín er hringdi í mig og gaf mér alls konar góð ráð –hún sjálf ólst upp í Galvestone og var barn er afar stór bylur kom árið 1961 og þá fórust 700 manns segja tölur.. Síðan fór ég í póst með pakka til Loga míns er amma var búina að kaupa á gaur..og fleiri útréttingar. En sá maður að mikið stress var komið í fólk –allt að klárast í búðum brauð-og fleiri daglegar neysluvörur að hverfa .. og svo fyllti fólk bílana af bensíni ef skortur yrði eftir á. – varð ég bara afar trekkt er ég kom heim. Nú um 6 oo kom Ingvar og byrjaði hann að taka allt lauslegt úr garði –borð og stóla + bekki og blóm í pottum + fl. Og um kveldið vorum við að mestu leyti undirbúin –
Ingvari fannst hann vera komin heim og væri að búa okkur undir vondan snjóbyl í des –fékk bara Íslands-tilfinningar eins og hann sagði.

Myndir :Húsið okkar í texas og Snorri í sjónum á ströndini í Galveston í fyrra .

framhald seinna í dag kær kveðja Oddny

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Híííí Haaaa
Velkomin undan roki.
kv og knús
Gréta

Nafnlaus sagði...

Takk Gréta mín -það er reglulega gott - en þið þarna í hinu rokbeltinu he he
kerlan í TX

Nafnlaus sagði...

Við fengum lægð og leyfarnar af Ike saman við var spáð miklu vatnsveðri og Óli tékkaði á rennum og svoleiðis en erum búin að hýsa öll garðhúsgögn og eigum ekkert trambolin svo þetta gekk áfallalaust.
Gott að heyra í þér
kv og knús
Gréta