miðvikudagur, september 17, 2008

IKE TIL OKKAR Á FÖSTUDEGINUM

Nú á föstudagsmorguninn þá fór kall minn í vinnu kl. 6 30 eins og hann er vanur en af 20 manns þá mættu 3 í vinnu og vegna IKE !! En ekki var farið að koma nokkur golu-blástur og spáðu þeir því veðurfræðingar að þetta mundi ekki fara að rjúka upp fyrr en seinnipart dags....svo við íslendingarnir skildum þetta ekki allveg’’ eða mætum í okkar vinnu,, eins og vanalega auðvitað. Einnig voru fréttamenn Ruv heiman að farnir að hafa samband og voru svo heppnir að finna mig hér á netinu eins og þeir sögðu og báðu mig visamlegast að vera í sambandi við sig – Oddný segir alltaf ‘’já’’ þó þetta sé ekki það þægilegasta er hún gerir.!! Nú hann Ingvar minn kom heim um
15 oo og byrjaði þá að þrífa út rennum á húsinu því örugglega mundi fyllast í þær fljótt í látunum. Að því loknu fengum við okkur að borða hjónakornin –helltum upp á fullt af kaffi og fylgdumst með helstu fréttastöðvum ásamt því að svara í síma- því fólk heima var að hringja í okkur með þó nokkrar áhyggjur en við vorum tiltölulega róleg yfir þessu öllu saman dottuðum yfir TV og fórum í rúmið fyrir miðnætti.
Ég fór nú að stressast þó nokkuð er ég sá vind magnast upp við ströndina og byrja að herja á land – öldurnar stóðu hreinlega beinar upp í loft og hef ég alldrei séð það áður búið var að flytja flesta íbúa
frá strandbæum við flóann einnig mörgum öðrum hverfum nálægt Galvestone en um 40% ákváðu að vera á staðnum áfram -þetta er hlutur sem við skiljum ekki hér–borgarstjóri og öll yfirvöld höfðu beðið alla íbúa um að fara- og koma sér í rútur og það yrði ekki tekin nein ábyrgð á þeim sem ekki færu –þeir væru í algjörri lífshættu. Sæuð þið í anda íbúa Vestmannaeyja –neita að yfirgefa svæðið og eigur sínar á þeim tíma.??..!!!! óskiljanlegt bara he he.Regn var byrjað að herja á hús mitt og í kringum mig og þvílík lætin og vindhraðinn, hugsaði með mér að hús byggð eins og þau eru í Tx gætu ekki þolað þessi læti og þakið myndi hreinlega fljúga af eða þessar smáskífur er halda þessu saman. Nú Ingvar sofnaði um eitt-leytið og svaf eins og lamb en ég starði stjörf á skjáinn og út um gluggana öðru hvoru –þó algjörlega sé bannað að vera nálægt gleri eða rúðum. En ákvað að fara framm og skrifa smá til Helgu vinkunu- til að róa hugann.

Skrifað til vinkonu um miðja nótt er Ike gengur yfir:

Sit hér kl 3:oo um nótt er ekki búin að sofa vink og rafmagn er að byrja detta út svo ekki er mikið eftir..þannig að ég vildi kanski nýta seinasta tækifæri að skrifa þér í bili.- Um 1 milljón manna eru rafmagnslausir nú þegar á svæðinu segja þér svo ég hlýt að fara detta út...he he --en þetta er skrýtið- heyrist afar mikið á húsi- tré svigna og bogna og greinar eru byrjaðar að tætast af stóratré yfir sundlaug ... og einn pálmi er brotinn sé ég -og thunder eða eldingar inni á milli. Það finnst mér óhugnalegast eða helv.. glamparnir í lofti í svarta myrkri- nú er að byrja smáhlé í Galvestone en þá er auga stormsins eða miðjan komin að landi -hlé í klst og grafarþögn -og þá kemur víst bobman -eða hann magnast um ansimikið -bacward eru þeir að tala um...Katy svæðið okkar er inni í þessu víst sem við héldum að mundi sleppa - en afar skrýtið að upplifa þetta hér .... vittlaust á gluggum núna en næstu 8 klst verða svona segja sérfr. allveg brjálað- ansi langur tími en að mestu búið 6 oo annað kveld - þori ekki að sitja hér lengur -verð dofin á morgunn er þetta er búið……………………. en vildi láta þig vita -Ingvar reiknaði hér út -nú er stormur yfir 42 m á sek og fer ábyggilega í 45 m á sek í morgunnsárið-váaaaaa –vona að trén haldi –ansi stór hér í kring og geta fallið…. Hætttta að hugsa um það ----en vonandi heyrumst við nokkrir tímar eftir - he he bið að heilsast þin syfjaða kerlan í TX

Kær kveðja Kerling í Texas

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að þið sluppuð svona vel í þetta skiftið.. Vonum að það verði ekki annar fljótlega... úfff gæti ekki búið þarna...

þú veist að olina er alltaf með ó er það ekki hehehe

knús frá Dk Dóra og co

Nafnlaus sagði...

Úff. Oddný þetta hefur verið hrikalegt!Íslendingar láta ekkert sko stoppa sig hehe.. halda bara af stað í vinnu þó IKE sé á leiðinni. Mikið gott að allt fór vel:) Gaman að sjá þig vera komin í penna-stuð!! :)
Þúsund kossar og GEEEðBEEElað mikið kleeesuknús :''''
Kv.Lolla bestasta :D
ER HAKKI? hehe.. LOL

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir fyrsta kvittið stelpur gaman að heyra í ykkur og Lolla er besstesta og ó -ó og jammm og jamm -
takk fyrir mig

kerlan í Tx þar sem er nú ósköp gott að vera og búa nema á hvirfilvindatímabili er endar núna í lok seept.....