sunnudagur, október 12, 2008

HEIMSÓKN Á ENDA : VINIR FARA HEIM.....

En mikið er þetta búið að vera gaman og mikil eftirsjá í vinum heim til Íslands eins og við segjum hér. Að mörgu leiti hefur þetta verið afar skrýtið að upplifa þessar hörmungar eða slæmum fréttum að heiman með þeim. Í hvert skipti er við opnuðum tölvur okkar og fengum fréttir þá var bara sagt og hvað kemur næst? – Má líkja þessu við tilfinningalegum rússíbana –upp og niður oft á dag – það er helst að ég geti lýst þessu þannig. Allir með áhyggjur af sínu fólki auðvitað og blendnar tilfinningar ríktu á svæðinu á köflum..
En þess á milli skemmtum við okkur vel og létum fréttir að heiman ekki hafa áhrif á þá skemmtilegu hluti er við tókum okkur fyrir hendur hér í TX. Farið var í golf oft í viku, afar oft út að borða eða slakað á heima í garði í sólinni sem skein alla daga fyrir utan einn morgunn er rigndi hressilega. (Ekki mikið verslað vegna gengis er skoppaði þá helst upp á við). Skruppum svo til nágrannaborgar eða San Antonio eina helgina og vorum á fínu hóteli miðsvæðis í borginni og skoðuðum okkur um og borðuðum væna steik sem var 2x dýrari en í Houston en þetta er mikil ferðamannaborg og verðlag því hærra..Sandi og Brian vinir okkar hér buðu okkur fjórum í mat og var gott Usa-lassagne borðað með góðu rauðvíni sem var drukkið veeel af.... en allt gott tekur á enda og allt of fljótt. En elsku vinir okkar Unnur og Óli -takk fyrir komuna til TX og skemmtilegheitin en hittumst fljótt aftur –eða þannig.....

Unnur komin til Houston
Gaman hjá okkur
Og komin á völlinn auðvitað !
Einbeitt á svipin öll......

erum við ekki fín í houston .

Kær vinakveðja
Oddný og Ingvar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djö hefur verið gaman hjá ykkur!:) :)
Ég hef ekkert verið vör við neitt kreppudæmi, er eitthvað sollis í gangi :D hehe.. hér verður mar bara að versla og brosa hringinn,enda fást þessir góðu kreppu-ostar haha..:D getum ekkert annað gert :)eða svona eins mikið og hægt er að brosa :)
Við Þorkell biðjum innilega að heilsa úr kreppunni
Hafiði það gott sætu!

Nafnlaus sagði...

Elsku kerla -alltaf jafn jákvæð-
en það var svaka gaman hjá okkur -og eins var er mamma þín og bræður+kvinnur komu í apríl- verð eiginlega að skrifa um þá ferð var svo pennalöt á þeim tíma he he
en hafið það ofsa fínt og takk fyrir kvittið -gaman að sjá er fólk kíkir inn..
xxx og knúss til allra og múttu
besssta frænkan í TX

Nafnlaus sagði...

hæ hæ elsku mamma okkar
takk fyrir gjöfina .
við biðjum að heilsa að pabba
knús og kram ykkar Gunna og Snorri