föstudagur, nóvember 19, 2010

AFMÆLISBARN :)


Elsku mamma mín átti afmæli í gær .innilega til hamingju með afmælisdagin þinn og vonadi var hann góður knús og kram þín óþekka dóttir Gunna og co :)

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Í BYRJUN NÓVEMBER 2008

Helló aftur ...frá Texas
Og tíminn bara flýgur áfram- í gær áttum við bóndinn og ég afar góða stund á 30 ára brúðkaupsafmælinu-vorum bara heima í rólegheitum og að undirbúa okkur fyrir ferð sem víð förum í á morgunn 5.nóvember en ætlunin er að sigla um Karabíska hafið ásamt tveimur öðrum hjónum frá Íslandinu góða. Og í dag er líka afar spennandi dagur hér í USA EÐA FORSETAKOSNINGAR OG MIKILL HUGUR Í FÓLKI....
Það verða allir fegnir er þessu er lokið en í tvö ár er þetta fólk búið að vinna baki brotnu –fyrst í forkosningum og síðan aðal-baráttunni.. þetta eru prýðismenn báðir tveir en vona ég innilega að B.O. vinni þó ég hefði sjálf viljað sjá frú. Clinton í aðalhlutverki á þessum seinustu dögum –ennn ef hann sigrar þá held að það verði afar gott fyrir bandaríkin öll og ekki síst alla heimsbyggðina..en þetta skýrist allt í kveld.... Leggjum af stað í fyrramálið til Florida verðum þar í 3 daga svo um borð í skipið á laugardag. Er ætlunin að fara á tónleika hjá Tinu Turner, Disney og fleira....Ingvar hefur aðeins tekið nokkra daga í frí á þessu áru –mikil vinna að taka yfir fyrirtæki fyrir frakka og er mikil tilhlökkun og fá það í bónus líka að hitta æskuvini og eiga frábæra daga í fríi með þeim-mikið er maður heppinn.....
En bless í bili –eða þar til næst

Mynd:Fskuvinir

Kær kveðjan og kossssar til allra vina og net-vina

Frá kellu í TX

sunnudagur, október 19, 2008

AFMÆLISMÁNUÐURINN MIKLI OKTÓBER 2008

Hér er allt rólegt eftir viðburðaríka tíma fyrir okkur á Bay Hill TX eða Ike í byrjun september og gestakomu í byrjun okt + fall íslenska bankakerfisins og öllu því sem hefur fylgt þar með.
Ingvar er nú að finna sig til fyrir aðra ferð til arabalandsins og verður hann í viku í þetta skiptið – Búið að vera mikil rigningarvika í Houston og það á að stytta upp um helgina en hitagráður eru miklu lægri hér nú en á meðalári eða munar heilum 10 stigum..er núna um 23C en vant að vera á þessum tíma um 30 -32C ...En í dag á Þórarinn Ingi elsti bróðir minn í Vestmannaeyjum afmæli –húrra húrra -húrra en hann fæddist fyrir 66 árum á afmælisdegi móður sinnar sálugu en hún fékk hann í 21 árs afmælisgjöf eins og hún sagði alltaf...sjálf
‘’besta gjöfin,, Í mánuðinum eiga líka afmæi:

10 okt Ásta Jepss systir Ingvars í Danmark
14 okt Sigurður Snorri tengdasonur minn
15 okt Erna Óla bróðurdóttir
17 okt Þórarinn Ingi (Lilja Þórarinsd)
19 okt Gréta Kjartansd mágkona mín
19 okt Sandi í Houston
20 okt Logi littli prins verðu eins árs á mánudaginn kemur.....

TIL HAMINGJU ÖLL :::::::::MEÐ DAGINN YKKAR....

Gestir á Bay Hill um páska 2008
Þessi sæti með kúrekahattinn -er Ingi bró afmælisbarn...

Kær kveðjan
Oddný og Ingvar + co...

sunnudagur, október 12, 2008

HEIMSÓKN Á ENDA : VINIR FARA HEIM.....

En mikið er þetta búið að vera gaman og mikil eftirsjá í vinum heim til Íslands eins og við segjum hér. Að mörgu leiti hefur þetta verið afar skrýtið að upplifa þessar hörmungar eða slæmum fréttum að heiman með þeim. Í hvert skipti er við opnuðum tölvur okkar og fengum fréttir þá var bara sagt og hvað kemur næst? – Má líkja þessu við tilfinningalegum rússíbana –upp og niður oft á dag – það er helst að ég geti lýst þessu þannig. Allir með áhyggjur af sínu fólki auðvitað og blendnar tilfinningar ríktu á svæðinu á köflum..
En þess á milli skemmtum við okkur vel og létum fréttir að heiman ekki hafa áhrif á þá skemmtilegu hluti er við tókum okkur fyrir hendur hér í TX. Farið var í golf oft í viku, afar oft út að borða eða slakað á heima í garði í sólinni sem skein alla daga fyrir utan einn morgunn er rigndi hressilega. (Ekki mikið verslað vegna gengis er skoppaði þá helst upp á við). Skruppum svo til nágrannaborgar eða San Antonio eina helgina og vorum á fínu hóteli miðsvæðis í borginni og skoðuðum okkur um og borðuðum væna steik sem var 2x dýrari en í Houston en þetta er mikil ferðamannaborg og verðlag því hærra..Sandi og Brian vinir okkar hér buðu okkur fjórum í mat og var gott Usa-lassagne borðað með góðu rauðvíni sem var drukkið veeel af.... en allt gott tekur á enda og allt of fljótt. En elsku vinir okkar Unnur og Óli -takk fyrir komuna til TX og skemmtilegheitin en hittumst fljótt aftur –eða þannig.....

Unnur komin til Houston
Gaman hjá okkur
Og komin á völlinn auðvitað !
Einbeitt á svipin öll......

erum við ekki fín í houston .

Kær vinakveðja
Oddný og Ingvar

fimmtudagur, september 25, 2008

Vinir koma í heimsókn og alla leið frá íslandi

45 ára vinátta – ekki allir geta státað sig af því. neiiii...
Húrra húrra húrra húrra........
Á morgunn koma bestu vinir okkar í heimsókn eða hún Unnur H. Og Óli V- hingað til Houston og ætla að dvelja hjá okkur í tvær vikur. Er mikil tilhlökkun í gangi og eigum við eftir að gera margt skemmtilegt hér og skemmtum við okkur sko alltaf vel saman. Við kynntumst fyrst í 7 ára bekk og vorum saman gegn um alla okkar skólagöngu og síðan urðum við báðar mæður afar ungar og vinátta þróaðist með því líka og alldrei borið skugga þar á... mikið höfum við brallað saman í gegn um árin og átt frábærar stundir heima og erlendis. Eiga þau hjónin 3 börn, afar yndislegar og vel gerðar manneskjur í alla staði og komin eru 3 barnabörn í hópinn– heppin þau.!!!..En ég var svo lánsöm að fá að vera dagmamma elsta barnabarns hennar eða Rebekku sem er
6 ára í dag og kynnast henni heilmikið á því. Ennnn út á flugvöll á morgunn og bíðum þeirra við hliðið....
Meiri fréttir seinna......
Kærar vinakveðjur til allra
Oddný í TX

miðvikudagur, september 24, 2008

MYNDIR AF VINUM ;)

Unnur vinkona og ömmustelpan Rebekka
Sætastur
Kær kveðja kerling í texas

VINKONA OG SVILA Í 32 ÁR ......

Varð að koma því á framfæri að hún Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir
Vinkona mín og svila varð 50 ára gömul á mánudaginn 22.sept 2008
Óskum við henni innilega til hamingju með áfangann og bjóðum
hana velkomna í hópinn 50+yfir –sem er afar góður félagsskapur.
Einnig átti Magnús Skúlason 50æara afmæli þ. 22.ágúst

Hanna og Oddný á góðri stund !


Hanna og Maggi fyrstu gestir í Houston 2007

Til Hamingju með afmælið Hanna mín – enn og aftur

Með kv frá hjúum í Tx