sunnudagur, október 19, 2008

AFMÆLISMÁNUÐURINN MIKLI OKTÓBER 2008

Hér er allt rólegt eftir viðburðaríka tíma fyrir okkur á Bay Hill TX eða Ike í byrjun september og gestakomu í byrjun okt + fall íslenska bankakerfisins og öllu því sem hefur fylgt þar með.
Ingvar er nú að finna sig til fyrir aðra ferð til arabalandsins og verður hann í viku í þetta skiptið – Búið að vera mikil rigningarvika í Houston og það á að stytta upp um helgina en hitagráður eru miklu lægri hér nú en á meðalári eða munar heilum 10 stigum..er núna um 23C en vant að vera á þessum tíma um 30 -32C ...En í dag á Þórarinn Ingi elsti bróðir minn í Vestmannaeyjum afmæli –húrra húrra -húrra en hann fæddist fyrir 66 árum á afmælisdegi móður sinnar sálugu en hún fékk hann í 21 árs afmælisgjöf eins og hún sagði alltaf...sjálf
‘’besta gjöfin,, Í mánuðinum eiga líka afmæi:

10 okt Ásta Jepss systir Ingvars í Danmark
14 okt Sigurður Snorri tengdasonur minn
15 okt Erna Óla bróðurdóttir
17 okt Þórarinn Ingi (Lilja Þórarinsd)
19 okt Gréta Kjartansd mágkona mín
19 okt Sandi í Houston
20 okt Logi littli prins verðu eins árs á mánudaginn kemur.....

TIL HAMINGJU ÖLL :::::::::MEÐ DAGINN YKKAR....

Gestir á Bay Hill um páska 2008
Þessi sæti með kúrekahattinn -er Ingi bró afmælisbarn...

Kær kveðjan
Oddný og Ingvar + co...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svoo flott mynd af ykkur ,vantar bara aðeins fókusinn hehe.. en það skiptir ekki öllu :D
Til HRUKKU , nei úbbosí LUKKU með öll afmælin sætu sveskjur hahaha.. ;)
vonandi að allir njóti góðs afmælisdags :*******

Koss og knús Oddný mín :*****
Kv.Lolla og co. :)

Nafnlaus sagði...

Hæ frænka og takk fyrir kveðjuna.. en oft er bara gott ef fókusinn er ekki allveg nógu góður en það finnst okkur sveskjunum he he eða allt áðððeins í móðu....þess vegna fannst mér þetta afar góð mynd ...

kærasta kveðja og kossar
kellan í
Tx

Nafnlaus sagði...

Haha LOL :**

Nafnlaus sagði...

Hvar földuð þið glösin? Þau hljóta að hafa verið nokkuð mörg.
Kv. brósi ekki í Texas

Nafnlaus sagði...

Hæ Brósi

Engin glös hjá okkur -algjört bindindið þarna -- jamm og ja mmm

systir