þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Í BYRJUN NÓVEMBER 2008

Helló aftur ...frá Texas
Og tíminn bara flýgur áfram- í gær áttum við bóndinn og ég afar góða stund á 30 ára brúðkaupsafmælinu-vorum bara heima í rólegheitum og að undirbúa okkur fyrir ferð sem víð förum í á morgunn 5.nóvember en ætlunin er að sigla um Karabíska hafið ásamt tveimur öðrum hjónum frá Íslandinu góða. Og í dag er líka afar spennandi dagur hér í USA EÐA FORSETAKOSNINGAR OG MIKILL HUGUR Í FÓLKI....
Það verða allir fegnir er þessu er lokið en í tvö ár er þetta fólk búið að vinna baki brotnu –fyrst í forkosningum og síðan aðal-baráttunni.. þetta eru prýðismenn báðir tveir en vona ég innilega að B.O. vinni þó ég hefði sjálf viljað sjá frú. Clinton í aðalhlutverki á þessum seinustu dögum –ennn ef hann sigrar þá held að það verði afar gott fyrir bandaríkin öll og ekki síst alla heimsbyggðina..en þetta skýrist allt í kveld.... Leggjum af stað í fyrramálið til Florida verðum þar í 3 daga svo um borð í skipið á laugardag. Er ætlunin að fara á tónleika hjá Tinu Turner, Disney og fleira....Ingvar hefur aðeins tekið nokkra daga í frí á þessu áru –mikil vinna að taka yfir fyrirtæki fyrir frakka og er mikil tilhlökkun og fá það í bónus líka að hitta æskuvini og eiga frábæra daga í fríi með þeim-mikið er maður heppinn.....
En bless í bili –eða þar til næst

Mynd:Fskuvinir

Kær kveðjan og kossssar til allra vina og net-vina

Frá kellu í TX

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ánægð með að B.O vann kosningarnar :)
Það verður þvílíka fjörið hjá ykkur :) OG!! Oddný viltu skila kveðju til Tinu Turner :D:D:D hún er náttla bara klikkað flott skvísan :P

Koss og knús :****
Kv.Lolla :) og strumparnir :)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ ma and pa
og velkomin heim :)

knús og kram ykkar Gunna og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Oddný mín
Kveðja frá öllum í Blesugróf.
Velkomin heim úr siglingunni.

Hanna;Maggi og aðrir fjölskyldumeðlimir

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ mammma mín
innilega til hamingju með afmælið
knús og kram þín Gunna og snorri

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka til hamingju með afmælið, ég vona þetta komist til skila þetta er tilraun nr. 2 ég reyndi í gærkveldi að kommenta en ekkert kom og ekki heldur hjá Gunnu, ég þarf að fara að ATH þessa bévítans tölvu :D
Vonandi hefurðu átt yndislegann dag :)
Kossar og knús samt ekki blautur sko! hahaha..
Kv.LOLLA :)

Nafnlaus sagði...

Afmælsbarnið þakkar fyrir þessa frábæru kveðjur - var að koma úr hádegisverði með Sandi ... átti góðan dag.... jammmm og ja...

knús og kossar til alllra
53 ára kella í TX

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og til hamingju með daginn þó seint sé.. Kærleiksknús frá Danmörku Dóra og co