Halló frá TX
Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir þær mörgu afmæliskveðjur - er ég fékk þ. 18 nóv sl.
Afar gaman að fá góðar hugsanir og kveðjur þegar maður er fjarri heimalandi - og í ÚTLÖNDUM.
En hér eru fréttir : Þann 20. nóv 07 fæddist lítill drengur í Kaupmannahöfn og hafa foreldrar
nefnt hann því fallega nafni Leó -Er hann sonur Ásdísar Óladóttur -dóttir Óla Sævars bróðurs
míns og hennar manns Anders- var drengurinn 14 merkur og 53 cm -allveg eins og Logi okkar-
AFAR FÍN STÆRÐ ....Viljum við óska foreldrum + ömmu og afa og systrum -innilega til hamingju með þennan fallega strák....bara frjósemi í gangi núna í Hólmgarðs -klani.....
En kær kveðja -
sjáumst í byrjun des
Oddný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ja það er naumast að Hólmgarðs fjölskyldan hefur náð að fjölga sér á síðustu misserum :o) Annars gaman að fá fréttir frá ykkur og okkar nánustu. Ertu ekki á heimleið á næstunni?
Var að hugsa! (geri það stundum) Mér þætti ekki leiðinlegt ef frænkuhelgin yrði haldin hjá þér á nýju ári, haha þar sem gengið hefur vel að koma hópnum saman :o)
Kveðja Drífa
Skrifa ummæli