sunnudagur, janúar 06, 2008

13 dagur jóla og í byrjun árs 2008

Kæru vinir, ættingjar og allir er slysast til að lesa þetta blogg mitt ... en
Gleðilegt ár og takk fyrir allt liðið.....

Hér sit ég á síðasta degi jóla og er búin að vera fara yfir farinn veg eins og maður segir - en ég verð alltaf afar viðkvæm um þetta leyti árs - nýjir tímar framundan -hvað hefur gerst og áunnist á liðnu ári og hvernig líður mér og hvernig hefur mitt fólk það í kring um mig í dag .. hún Bergþóra mágkona mín orðar hluti mun skemmtilegra en ég nokkurn tíman á sínu bloggi um tímann eða hvernig við upplifum árið eða sjáum það í huga okkar ..líða - lesið endileg þessa færslu hennar á hennar frábæra bloggi http://bergthoraga.blog.is/blog/bergthoraga/ ég skemmti mér alltaf vel að lesa hennar hugleiðingar og koma þær mér alltaf í afar gott skap -hvort sem það er um góðar bókmenntir eða annað - og ekki er verra að lesa blogg Erlings bróður míns http://blogg.visir.is/jarl -en set þau bæði nú inn á bloggsíðu mína fyrir vini og ættingja að fara yfir ..með reglulegu millibili . En er nú að fara út að borða með mínum ektamanni - hann er að far til Egyptalands í fyrramálið og ætlum við að fara hér út á lífið og fá okkur Mexico mat sem er afar góður hér í TX.... en ætla mér að birta Annál ársins á morgunn -hvað hefur skeð hjá mér -ættingjum og vinum ....frh. sem sagt.. og verður afar góð lesning .. he he ..
Sæl að sinni
Oddný í TX

1 ummæli:

Gunna sagði...

Hæ Mamma mín flott blogg hjá þér :)
ég hlakka til að lesa meira á morgun .Skilaðu kveðju til pabba frá okkur snorra ;)knús Gunna