mánudagur, janúar 07, 2008

Október -nóvember og desember 2007

Okt
Nú í byrjun okt voru Gunna dóttir mín og Snorri hennar enn hjá okkur og reglulega gaman en þau fóru heim til Íslands 6. okt með 4 ''troðnar- stórar ferðatöskur af fötum og fleira .??. usss - uss - ekki segja. Strax þar á eftir eða um miðjan mánuð komu hjónakornin Arinbjörn Friðriks. æskuvinur Ingvars og hans kona Margrét til okkar -voru hér í Houston í viku við verslun og afslappelsi. Síðan var það sigling frá Galvestone með Carnival skipi saman um Karabíska-hafið hina vikuna ...vel skipulagt- en ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og í þessarri ferð - og þvílíkur lúxus að ferðast svona á skipi og ekki spillti félagsskapurinn sem var góður og mikið hlegið af öðrum um borð og ekki síst okkur sjálfum og því sem okkur datt í hug þá stundina eins og t.d. Danskeppnin á diskótekinu og myndatökurnar eilífu + Romm-smökkun á Jamaica . Flott var líka ferðin til Mexico um Maya-pýramída og hof. Er við komum heim biðu góðar fréttir því þá vorum við orðin AMMA OG AFI sem er það besta af öllu og toppurinn á tilverunni - lítill Logi kominn í heiminn. En í lok mánaðar var ballið búið í bili eins og móðir mín Lilja þór. sagði oft -gestir farnir og Ingvar að undirbúa sig fyrir ferð til Egyptalands.

Nóv
Nú Ingvar fór til Egyptalands 11. nóv eða til svæðis rétt hjá borginni við Níl Luxor og var hann þar til jóla við að setja upp sög í Áveri þar ..tók mikið á -nóg að gera og mikil magaveikindi hjá honum er fylgir oft í þessum heimshluta- grey karlinn hrundi bara í vigt en hann fór nokkrum sinnum til Luxor í helgarfrí og fékk þá góða leiðsögn um öll hof og dali og aðeins skárri mat og drykk. Á meðan undirbjó ég komu Helgu vinkonu sem ætlaði að heiðra mig með nærveru sinni á 52 ára afmælisdegi mínum þann 18. nóv og vera hér með mér til- 28. nóv á 49 ára afmæli hennar líka- og þá færum við saman til Islands og ég fengi að sjá 5 vikna barnabarn hann Loga -prinsinn minn sem var aðal-tilgangur ferðar. Mikið fjör var hjá okkur Helgu og nutum við þess að vera saman í þessa 10 daga í botn- fórum tvær í allar helstu búðir á svæðinu og keyptar voru jólagjafir -harðir og mjúkir pakkar til að fara með heim. og nokkrar flíkur með- jam. Einnig var hús skreytt að utan,tré lýst upp með jólaljósum og var svo farið á marga góða veitingastaði í Katy eins og við hjónin gerum alltaf er góða gesti ber að garði. Ég þarf endilega að gera svona lista eða einkunnagjöf eins og Bergþóra mágkona mín gerir um bækur en hafa það í staðinn veitingahús hér á Katy-svæði í Houston - ummhumm - afar góð hugmynd hjá kerlunni í TX. Ein afar góð frétt barst frá Danmark eða Ásdísi frænku og Anders -þau eignuðust strák mánuði á eftir Loga okkar og LEÓ prins mættur á svæðið í öllu sínu veldi -bara fjölgun í klani Hólmgarðs og til hamingju Óli afi og Gréta amma í Hafnarfirði líka. Fyrr en varði var mánuðurinn liðinn og Helga og ég á leið til Frónar eftir mikið sukk eins og við köllum það -en aðventan beið okkar heima í byrjun des.

Des- byrjun
Komin heim í fjörið - jólastressið -innkaupin-hlaðborðin -ættingjar og vinir og allar matarveislurnar AAAaaaa..Ísland.... komin heim !!!! Yndislegt - love it......
Byrjaði á að fara beint í Skólastrætið til Óla sonar og Sistu hans konu fyrsta daginn að skoða og stara hugfangin á fyrsta barnabarn mitt -tímunum saman og finnst hann náttúrulega flottasti gæinn..af öllum í bænum. Fyrsta helgin fór í yndislega kvöldstund með vinum mínum Óla og Unni H. sem ég sakna alltaf jafn mikið -í fallega húsinu þeirra í Foldinni og síðan var nafna-veisla Loga sem var 'öðruvísi,, en afar falleg stund á laugardeginum. Nú ég var í rúmar tvær vikur á landinu en þær dugðu bara ekki til að sjá alla á óskalista mínum -mikill tími fór í Loga minn - og dóttur í Gnoðarvogi - ömmu Unni og Gunnu mína hefði ég viljað sjá meira af en átti nú góðar stundir í sumar með henni og Snorra- en reyndi líka að fara reglulega í Hreyfingu með Helgu til að reyna að halda mér í formi með þessu alles. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hitti skemmtilega samveru -sérstaklega gaman að hitta alla í matarklúbb og takk þeim sem matreiddu ofan í mig yndislegar kræsingar eins og -lambalæri og fillet-ýsu-hangikjöt- laufabrauð-flatkökur-Humarsúpu -skelfiskpasta -Rauðvín-osta- og dömurnar fimm er buðu mér á kaffi og veitingarhús í margggt annað góðgæti eins og lúðu, ítalien, grænmetisrétti, rjómapönnukökur + kakó og rjóma takk fyrir mig -þetta var svo gaman. EN ER ÞAÐ VON AÐ ÉG FITNAÐI UM NOKKUR KÍLÓIN ! ... En þeir sem ég vildi gjarnan hafa hitt eins og Kata mín og Krúsi -Ásta Birna og Gunnar -Ásta Ingvars og co -Gunnar Steing. og Björg -Sólrún - sorry -hitti ykkur næst í júní eða fyrr !! Svo vil ég skila þakklæti frá okkur og Óla+Sistu fyrir allar gjafirnar sem bárust Loga - takk fyrir hann og þetta kemur sér vel.

JÓL OG ÁRAMÓT Í BAY HILL...blvd
Nú tíminn var fljótur að líða heima og fyrr en varði var ég á leið heim til Houston þ. 16 des áður en Ingvar og Kristín María kæmu rétt fyrir jól. Sandy og Brian vinir okkar sóttu mig upp á flugvöll og er ég kom heim voru þau búina að skreyta jólatrén bæði uppi og niðri fyrir mig og auk þess að sjá um sundlaug ina í fjarveru okkar. Þessi hjón frá Minesoda hafa reynst okkur svo vel hér að við getum alldrei fullþakkað þeim það. Nú Elfar okkar ætlaði að koma frá London en því miður varð hann að hætta við vegna verkefna og anna fyrir fluttning í byrjun janúar og fannst okkur það mjög svo leiðinlegt - og bara fúlt. En hann varð að dúsa aleinn í London um hátíðar við vinnu og fékk ekki einu sinni hangiketið tímanlega. Hann tók ölu með jafnaðargeði eins og hans er von og vísa- en mamman frekar móðursjúk á köflum yfir 29 ára barni sínu-he he
og fékk nokkur köst hér heima. En þetta var bara í rólegheitum hér yfir jól og áramót - svínabógurinn - skinkan - og fleira í matinn ... fjórir gestir í mat á nýársdag. Nú við kKistín nutum samverunnar og afslappelsis en Ingvar var mikið að vinna í tilboðum og skipulagi fyrir næstu ferð til Luxor í byrjun jan . Áramót -svolítið um flugelda en allveg nóg -finnst allveg hræðilegt að eyða öllum þessum pening heima í 8 tonn af flugeldum -brjálæðið- (smáinnskot) í umræðu.....

Sendi engin jólakort í ár en til allra sem ég þekki vil ég segja :

GLEÐILEGT ÁRIÐ
OG ÞÖKKUM ÖLL LIÐIN ÁR !

ODDNÝ - INGVAR OG BÖRN

4 ummæli:

Gunna sagði...

hæ mamma mín vá bara stórt blogg núna :) óg lika mjög flott knús þín Gunna

Nafnlaus sagði...

Sæl Oddný mín og gleðileg ár, þetta var skemmtileg lesning og gaman að lesa hvernig lífið í Texas er. Það er gaman að sjá svona risa blogg en það má líka koma oftar og minna :) ég var farin að sakkna þess að sjá ekkert frá þér i svo langan tíma. En hjartanlega til hamingju með ömmu titilinn og þennann gullfallega dreng (sá hann á blogginu hennar Gunnu :)) þetta bíður nú enn hjá mér en ég sé að ég get látið mig hlakka til þegar þar að kemur:) En kær kveðja til ykkar Sigga Þórðar

Nafnlaus sagði...

Takk Gunnan mín og alltaf svo uppörvandi get ekki sent mail núna - en love you tölumst seinna og Sigga mín - takk fyrir innlitið og gleðilegt árið bið að heilsa Steina saknaði að fá ekki jólafréttir af ykkur eins og vanalega .... - en risablogg kemur meir núna- mun ljúka við upprifjun árs - he he ... er ekki ekki afar skipulögð bloggari en batnandi manni best að lifa... heyrumst og að vera amma yndislegt -- það færðu að reyna ..
kær kv Oddný

Nafnlaus sagði...

sæl aftur Oddný mín jólabréfið fór en ég er hrædd um að það hafi bara farið á síðasta heimilisfang í einhverri von um að það mundi skila sér :) en ég verð bara að senda það í gegnum email:)
kv. Sigga Þórðar