miðvikudagur, janúar 09, 2008

Júlí -ágúst og september 2007

Júlí
Jæja 6 mánuðir í ríki Tx -hvað tíminn líður fljótt í landi sólar. Yndislegt veður alla daga hiti og rakinn sem fer ekkert illa í okkur hjónin og þó hiti fari allveg yfir 35c sem er um 95 á Farenheit. En einhverja daga fór hann upp í 98F en það var ekki oft. Eina sem angraði okkur við útiveru voru bitin sem and....moskító olli er við gleymdum að sprauta okkur í bak og fyrir. Svona leið tíminn í Houston og Oddný og stundum fleiri oftast út í laug -í fallega garðinum.
Nú á þjóðhátíðardegi Kana fór ég ásamt fullt af alls konar fólki - og börnum í skrúðgöngu hér í Falcon Point hverfinu -var reglulega gaman í rigninguni og grilli á eftir -bara eins og með JC í gamla daga á 17.júní. Ég keypti mér Spinning-hjól í byrjun mánaðar því kerlingin ætlar að halda sér forminu með því ásamt göngu.- Þann 18. júlí kom svo Kristín María yngsta örverpi til múttu og pápa í heimsókn í góða veðrið og til að hlaða batteríin eftir mikla vinnu -taka smá sumarfrí áður en hún byrjaði á fullu í KÍ í Leikskólakennaranum í ágúst. Hún tók þá ákvörðun eftir vinnu á Rauðaborg og finnst mér þetta hæfa henni í alla staði og hún verður ábyggilega frábær leiðbeinandi barna. En við nutum sumars mikil útivera og hreyfing -góðir veitingastaðir um helgar -nokkrar grillveislur í garðinum fyrir okkur - kunningja -og vinnufélagana. Sundum læddist að mér hugsun: ''Hvenær er þetta frí búið -er ég alltaf í sumarfríi - eða hvað ???????
En svona er júlí í Tx. Óli Brynjar elsti sonur varð 35 ára þ. 23. júlí -grillveislan í Skólastræti..
Ágúst
Sól og blíða -fórum á fyrsta Baseballleik með vinnunni -erum að breytast í heimamenn því mér fannst þetta bara afar gaman - og spennandi. Keyptum smá í viðbót við innbú eins og hillur og borð og skápa-er að verða afar heimilislegt í Bay Hill. Eftir maaarrrgar ferðir í Katy mall þá fór Kristín heim hlaðin stórum töskum sem voru fullar af fötum og fl fyrir veturinn. Múttan var afar sorgmædd er hún fór til klakans en það var yndælt að Gunna mín og Snorri voru að koma í september. Það var þó bót í máli !
Ólafur Guðlaugsson pabbi minn -hefði orðið 90 ára þann 8.ágúst 07 ef hann hefði lifað en hann dó árið 1995. Blessuð sé minning hans. Maggi Skúla varð einnig 49 ára þann 22 ágúst.
Sept
Kaffibrún og sælleg - byrjun september fór í að undirbúa komu elstu dóttur minnar Gunnu og hennar kærasta Snorra þ.14 sep (heimsókn nr fimm á þessu ári á Bay Hill.) - Ferðin hjá þeim gekk bara vel til Houston með smá veseni en ekkert alvarlegt -þau redduðu sér nú bara að mestu sjálf -svo sjálfstæð og dugleg sem þau eru. Nú veðrið var enn fínt og þau dugleg í garðinum að dunda sér á daginn. Auk þess sem að Gunna mín var á netinu við Blogg-færslur sínar. Einnig setti hún upp þessa síðu fyrir mig kellan -fannst ekki annað hægt en að mútta væri með síðu líka. Hún er svo tæknilega sinnuð dúllan. En fórum í Space-Center (Houston calling) með þau- sýndum þeim miðbæinn auk þess var farið til Galvestone á ströndina ásmt verslun og út að borða á góðum veitingastöðum....Fórum í bæinn og keyptum TV með risaskjá 50-tommu - váaa --en ekkert of stórt hér upp í sjónvarpsherbergið í nýju hilluna fallegu. Gunna og Snorri voru mikið ánægð með það.
En svila mín hún Jóhanna Vilhjálmsdóttir varð 49 ára þann 22. sept -

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ mamma flott blogg hjá þér og það var mjög gaman að koma til ykkar í texas og sjá usa í fyrsta skifti :) Knús Gunna og Snorri