þriðjudagur, febrúar 19, 2008

EGYPTALAND OG NÁNASTA UMHVERFI MITT :


SALEM SALEM

Fannst við hæfi að segja þetta á arabísku og þetta er notað við bless og halló… en afar mikil reynsla að vera hér.. og fyllist þakklæti
Að búa í öðrum heimshlut-um.. Hér er fólk auðvitað vant svona lífi og unir sér vel við sitt- en óooo gæti ekki búið svona!! … En svona eru aðstæður.

ÁLÞORP: Keyrum í gegn um fínt merkt hátt hlið og nafn fyrirtækis á stóru skilti- verðir ætíð sitt hvoru megin og vopnaðir – borgin er byggð af rússum um 1970 og er Álverið mikið og stórt í útjaðrinum – 9000 manns vinna í kring um álvinnslu og síðan eru það aðrir íbúar, konur og börn-verslun–sjúkrahús-skólar-hotel og fl… Allir búa í blokkum sem virðist vera nóg af í rússastílnum. Ytra umhverfi allt virðist vera snyrtilegt og mikið um gróður og tré. Búðir eru margar og er mikið um kaupmanninn á horninu og Ingasjoppur -Þó eru stærri búðir líka og markaðir en allt frekar frumtsætt- frekar óhreint, samt afar misjöfn gæðin. Ekki vestrænar kröfur um geymslu og hreinlæti matvæla verð ég að segja eins og er við að búast..


VILLAN: eða húsið er við búum í er kallað villan hér í daglegu tali meðal manna og er fínasta húsið í towninu..Tveir verðir ætíð við hús með byssur.
Við eyddum gærkveldi í að þrífa eldhús og setustofu-borðstofu er við notum daglega – allt er svart eða eins kona álryk yfir öllu eða í ryki
Ásamt sandryki einhvers konar. Þurkaði af öllu og endalaust var klútur svartur. Ingvar tók ísskáp –geymum allt þar – eða þurrvöru líka og leirtau –eða notum enga skápa eða hefðum þá þurft að skrúbba þá líka en þrifum vask og borð –ruslafötur- og skrúbbuðum golf úr klór, ca 2 cm lag var á bak við eldavél – af ryki og drullu. Ekki þannig að það sé á bak við neitt heldur er hún við eldhúshurð og þetta allveg í sjónmáli. En þrifum það svæði er við verðum í hér – ekki vantar flott húsgögn og flottu motturnar –En mikið sandryk kemur hér inn og er gerir smávind þá blæs úr eyðimörk, maður sér það bara koma og erfitt að halda hreinu í þessum löndum. Húsið er kalt og hitablásari í hverju herbergi og ég get ýmyndað mér rykið er blæs upp úr þeim með líka en skil núna þurran hósta í Ingvari síðan í nóv. Hitinn rokkar frá 12-18 stigum á daginn og kalt á nóttunni eða fer í 2-5 stig sem er bara ansi kalt og við tökum hitablásarann úr sambandi fyrir svefn. Rúmið er gott en teppin tvö mættu vera þykkri en allt er hreint og fínustu sængurföt á rúmum.

HOTEL: Er fínni bygging en gengur og gerist hérna. Gestir eru ekki margir –svon 3 í einu -en herbergi um 30 og starfsfólk er um 15 manns en öll þjónusta frekar hæg þrátt fyrir það. En haldnar eru fínni veislur –brúðkaup og afmæli þar - og er mikilvægir gestir koma -á morgunn er t.d. ráðherra einn að koma og mikið um að vera. Ingvar dvaldi þar síðustu tvö skiptin eða í 9 vikur samfleytt og líkaði vistin ekkert sérstaklega. Herbergin illa þrifin –matur er afar fábrotinn – og þó er hann kall minn ýmsu vanur- var í Kina í 5 mánuði í hittifyrra og líka í öðrum heimshornum. Við ákváðum að borða einungis hádegismat – fáum þá smáprótein-kolvetni og heita súpu með. En allveg sami matur er á kveldin upphitaður- nema bætt er við soðnum eggjum. Nú í morgunmat voru alltaf líka soðin egg og brauð- þannig að tilbreyting er fyrir Ingvar að fá hafragraut eða mjöl í staðinn hjá kellu. En á hverjum degi borðum við það sama í hádegismat, hrísgrjón –smábita af soðnum kjúkling –bita af söltuðu -soðnu asnaketi er líkist afar hrossaketinu okkar nema vanta smáfitu með. Ábyggilega soðið vel og lengi- einstaka sinnum eru bollur úr hakki en mér líkar ekki bragðið vel. –Nú tómatar og agúrkur eru boðnar með en við þorum ekki að borða neitt ósoðið –kall fékk í magann í hvert skipti er hann reyndi það – sleppum því. En afar góð soðsúpa með linsubaunum eða hrisgrjónum á hverjum degi eða tómat-kjötsúpa með soðnu grænmeti einu sinni í viku. Volgt gróft píturauð er boðið með –misjafnlega gamalt.. þó eru bakarí á hverju horni þarna í kring. Ætlli ég léttist ekki bara - ?????’

SVONA LÍÐUR DAGURINN HJÁ: MADAME ODDNÝ:
Við borðum haframjöl á morgnana kl 7:oo með heitu,soðnu vatni og þurkuðum ávöxtum hér heima. Ingvar til vinnu og smá kúr hjá mér meðan hús hitnar aðeins.
Jógahreyfing á mottu–sturta-fæ mér ávöxt við sjónvarp… til 12oo og þá kemur Ingvar og við löllum út á hotel í hádegismat. Eftir hádegi- lestur –tölva – próteindrykkur -sit út á svölum í sólinni og horfi á mannlíf –Ingvar kemur heim um 18:oo og við borðum heima súpu eða hrísgrjón-kúskus brauð+egg-förum út að ganga eða í verslun og og lítum á mannlífið sem er fjörugt á kveldin –allir út í moskvum og að labba + rabba + að versla inn í búðum og mörkuðum..sem er mikið af þó moskvurnar séu fleiri Á mínu svæði eru þær þrjár í afar stuttu göngufæri. Allir biðja á mottu 3- 4 sinnum og svo fara KARLMENN til bæna einu sinni dag í moskvum-maður sér þá hlaupa hér á kvöldin að ná kvöldbæninni……….. alls staðar Allaha söngur
og bænir um 8-leytið..róandi… OG austrænt.
Fólkið er afar vingjarnlegt og alltaf brosandi og heilsandi- ef maður verslar eitthvað hjá þeim –koma eigendur alltaf og taka í hendi ‘’Ingvars og þakka viðskiptin…og ef þú verslar stórt eins og við keyptum ketil og blandara – vorum við bæði boðin í afar sætt te og urðum að klára það-sitja og spjalla.. á táknmáli.. en þau hjónin voru yndisleg.. En folk er meira feimið við mig – held að það sé ljósa hárið og ég er ekki með klút yfir því- geng samt í síðerma peysum og mussu yfir. Við erum bara útlendingar og gerum annað en þeir.. Flestar konur bera höfuðklúta nema ungu stelpurnar sumar og bara eina hef ég séð með andlitsblæju-Sem betur fer.. hræðilegt bara..en hér ríkir karlaveldið…!!!!!!!!

En á fimmtudagskveld fer ég til Luxor í skoðanaferðir –verð á fínu hoteli fram á mánudag eða þriðjudag…GAMAN – ER NÚ AÐ LESA MÉR TIL UM MENNINGU TIL FORNA …hlakka til..

Kær kveðja til allra að sinni !!

Oddný

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskan mín alltaf sama kamelljónið
alltaf tilbúin til að sjá það góða í öllu,öfunda þig að af þessu er ekki með þetta flakkaraeðli í mér.
Endilega skrifa meira skoða á hverjum degi,
kv og knús
Gréta
Hlakka til að hitta ykkur um Páskana