laugardagur, febrúar 23, 2008

Á FJÓRÐA DEGI – Í EGYPTALANDI

En fékk auðvitað fyrst í magann í dag. þetta er víst eðlilegur meðgöngutíminn hér..og allir fá þetta eða flestir segja þeir.
Vona bara að þetta gangi fljótt yfir -aðeins aðrir gerlar hér – held ég??
en er með meðul er ég tek inn ef þetta versnar í kveld- engvir verkir eða pínur bara óþægilegt –auðvitað sem það er alltaf.
En hreyfði mig lítið í dag slappleiki með þessu.

MÚHAMED er sá sem sér um þrif í Villu

Jæja athyglisverð heimlsókn kl 9 oo í morgunn en þá var bankað hressilega á hurð-sem betur fer var ég að horfa á fréttir á ensku í Tv og komin í fötin- og þar stendur hann Muhammed og vill fá að þrífa. Talar frönsku en ekki neina ensku en einhvern veginn skiljum við hvort annað- hann er afar stoltur af öllu og spurði hvort ekki væri í lagi, sá að við höfðum þrifi ð í eldhúsi og notað gluggasköfuna sem er notuð er á gólfin með klút-skil ekki allveg það system - sá líka salmíakið og klórinn minn á gólfiinu.
Var hneykslaður að við höfðum keypt hraðsuðuketil og tók mig í sýnikennslu á gaskút sem er við hlið eldavélar – sýndi honum pott minn og sagði -me cook- okk- settist svo niður að spjalla við mig í rólegheitum – og spyrja eru afar forvitnir um hagi manns- var þá að þurka af með afar stórum klút og fór laust yfir eða á rétt á hornum borðana og yfir sjónvarp helst og blásturofninn..fór svo upp á loft kallaði á mig og sýndi mér að hann hefði búið afar fínt um rúmið – spurði hvort ég vildi hrein lök en mér fannst ekki þurfa þess allveg strax og var hann því sammála og fór eftir svona 30 mín – vona að hann komi ekki á hverjum degi en skemmtilegur kall.
En hér í borg er víst fréttaþjónusta góð milli manna og allir vita allt um alla og hvað þú gerir og gerir ekki -

Rob rafvirkinn kom í dag – og verður unnið fram á kveld í dag og á morgunn Ingvar æsti sig í dag í á hotelinu – sami matur og í gær ok en brauðið er búið að vera gamalt og vont. Fór hann með það inn í eldhús og vildi nýtt brauð – þeir hafa látið þá áður fá gömul egg og brauð –síðan mótmæla þeir gestirnir og allt er fínt í nokkra daga síðan aftur gamalt – en fengum ný brauð eftir mikil læti í eldhúsinu og rifrildi starfsmanna..svona öðru vísi samskipti eru hér.. jæja þarf að fara yfir verkefni fyrir Kristínu les svo Vetrarborgina eftir Arnald
afar spennandi núna og horfi á eina mynd í tölvu sem ég er með – allar græurnar ..til staðar – Hiti var um 17 stig og rok með en ok.

Kærasta kveðjan og heyrumst seinna
Oddný

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ mamma, gott að allt gengur vel sakna ykkar allveg ótrúlega allveg hræðilegt að geta ekki tala við mömmu mína á hverjum degi í gegnum msn.

kiss kiss
Kristín María