þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Lítil ferðasaga : EGYPTALAND

Sunnudagur -- Ég held -17. feb 08 kl 8 00 að morgni …… Í Álþorpi nálægt Luxor

Ævintýri líkast – ligg hér upp í rúmi og Ingvar farinn í vinnu- já á sunnudegi - en verður að vera búinn að vissum hlutum er Rob rafvirkinn kemur á miðvikudag…frá Usa. En þetta var mikið ferðalagið, lögðum af stað út á flugvöll kl 13 á fimmtudag 14 feb á Valentíusardegi og Sandi vildi endilega keyra okkur þó að við hefðum allveg getað geymt bílinn á flugvellinum - en við vorum með tvær fullar ferðatöskur + eina minni- sem innihéldu okkar fatnað og einnig með mat eins og Herba + haframjöl-próteinbari + fullt af súpupökkum + bókum – videospólum og helling af meðulum handa oss til vonar og vara og líka fyrir vini Ingvars hér í Alum..höfuðverkjatöflur og fl. Ekkert sterkara en það..auk þess voru tveir kassar með auka og varahlutum í ál-sög upp á 80 kg…sem við vonuðumst að kæmust með okkur alla leið til Luxor.. En kassar komust með frá Usa með því að borga nokkur hundruð $$$$ í yfirvigt en töskur okkar voru einnig ca 15 kg yfir –Greitt og brosað! Og vonast eftir að sjá allt góssið aftur í Karíó.
En vorum AUÐVITAÐ TEKIN í algjöra skoðun af flug-öryggisvörðum -TEKIN TIL HLIÐAR- allur handfarangur tjekkaður og við þreifuð líka hátt og lágt út af því að við vorum að fara til Egyptalands.. eins og við var að búast. En í flugvél kl.. 17 15 á lei til Minneappolis í Minesoda og flug þangað tók um 3 tíma.. allt gekk vel og vorum komin í næsta flug til Amsterdam um 9 oo. Nú snæddum í flugvél kvöldmat og flýttum okkur svo að taka inn svefntöflur er Sandi lét okkur fá og rotuðumst í ca 6 tíma af 9 tíma flugi sem var afar fínt –vöknuðum í morgunmat og komin til Amsterdam um 10 40 að þeirra tíma - fórum með lest niður í miðbæ um hádegi og dvöldum þar í góðum gír til um 6 -leytið er við fórum aftur með lest upp á Skipphól..En það var yndislegt að koma aftur til Amsterdam –var þar síðast 1994 –gengum um strætin við Hotel Krasnapolsky-kíktum í búðarglugga og hneyksluðumst yfir verði á fötum en varð að kaupa mér eina þykka húfu vegna kulda..sem var í borginni fögru þennan vetrardag..Auðvitað voru íslendingar á hverju götuhorni og heilsuðum við upp á nokkra samlanda-var allveg eins og á strikinu bara.. alls staðar erum við OG ÁBERANDI. En áður en við fórum í lestina aftur þá snæddum við á Argentíska veitingahúsinu Gauughos og fengum okkur væna steik og rauðvínstár eins forðum daga með ‘Ola bró og Grétu - gaman þá. -Kl 9 oo á föstudagskveldi sátum við aftur í flugvél á leið til höfuðborgar Egyptalands sem tók rúma 5 klst. Sofnuðum ekki því við vildum ná einhvejum svefni á hotelinu í Karío en þangað mundum við vera komin kl 4 oo að nóttu til. Allt gekk þetta bara vel og oft hef ég verið þreyttari eftir flug frá Reykjavík til Houston sem tekur mun styttri tíma –en ábyggilega góði svefninn sem við fengum í flugi til Amsterdam + ágætir ferðafélagar sem björguðu þessu öllu saman og líka góður undirbúningur fyrir ferð.
KARIO
Strax og við komum inn í flugstöðina þurftum við að fara í stóra og langa biðröð og kaupa VISA inn í landið.????? En kostaði það ca 15$ á mann. Við þetta fá þeir sem sagt þennan pening strax af fólki pr.haus er kemur inn í landið og fannst mér það bara ansi gott hjá þeim. Mikið af ferðamönnum er koma þarna til að skoða þessa -vöggu okkar menningarheims- sem þessi hluti er oft nefndur og var mikið um svía-finna –englendinga –þjóðverja og fullt af Kínverjum á flugvellinum þessa nótt. En strax tekur maður eftir tungumáli sem er talað oft með miklu handapati og hávaða og það gert til að leggja áherslu á hluti. Innfæddir eru annað hvort í vestrænum fötum en líka mikið um skósíða kufla sem eru svartir eða ljósir hjá körlum og konur í síðum svörtum kuflum með höfuðfati síðu eða stuttu en hvergi sá ég neina konu með hulið andlit þarna. En þær konur er ég sá án höfuðfats –skarta þessu gljáandi þykka dökka hári sem er afar fallegt. Tók ég eftir því að allir .reykja alls staðar, skrýtirð er maður er orðinn svo óvanur að sjá þetta., Gekk bara ágætlega í gegn um vegabréfsáritun og með visað þeirra he he – ég gekk strax í gegn með útfyllta formið mitt en Ingvar var heldur lengur vegna þriðju komu inn í landið á afar stuttum tíma. Við biðum spennt eftir færibandi og loks birtust töskur og kassar tveir er tilheyrðu okkur –en var búið að fara í gegn um allan farangur sem og kassa -af Homeland Security kanamanna-og límt aftur með misjöfnu handbragði. Nú var það bara tollurinn eftir- vorum stoppuð og tekin til hliðar af fjórum öryggisvörðum sem töluðu nær enga ensku og frekar illir eða ákveðnir á svip.. eina sem við töngluðumst á var “Spare-parts;- og nafnið á Álverinu nálægt Luxor-yfirmaður var kallaður til líka og sömu spurningar..opnaðir kassar og allt tekið upp og skoðað ..en loks sagði bossinn þarna --okkkeiii.. og við löbbuðum út afar fegin. Nú á móti okkur tók Josef sem er einn af fulltrúum fyrirtækis og náði hann í leigubíl fyrir okkur sem var eldgamall rússabill-ryðgaður og slitinn- tróðu þeir allir farangrinum í bílinn og einn hélt á annarri ferðatöskunni í fangi og í framsætinu, fann maður mikið fyrir mengun strax,útblæstri bíla og svo skýi yfir borginni eða því sem maður sá af henni og er .það víst miklu verra í miðborginni sjálfri. Keyrt var með okkkur á fínt flugvallarhotel í grennd við flugvöll-með tilheyrandi bíla-flautu-notkun í miklum mæli en þeir eru bara stöðugt á flautunni við hvert horn-flautað á alla bíla finnst manni og er þetta afar skrýtið svona fyrst. Nú hótelið var fínt og afar góð þjónusta í alla staði – strax í sturtu-skrúbbað af sér allt ferðaryk og upp í yndislegt rúm og sofnað strax. Vöknuðum kl 10 40 næsta dag og nú skildi haldið til Luxor með flugi k l 14oo.
LUXOR OG NÁGRENNI
Fórum með hótelrútunni upp á flugvöll eftir góðan hádegisverð og aftur vorum við lögð af stað með allt okkar hafurtask og næst var.það til Luxor. Allt gekk vel í tolli núna og vorum í flugi í eina klst –var afar gaman að njóta útsýnis yfir land er einkennist mikið af auðn og sandi og svo áin Níl –stórfengleg.. eftir öllu. Á flugvellinum tók á móti okkur upplýsingafulltrúi og stór bill +
bílstjórinn. Keyrði hann í gegn um Luxor og .er það afar falleg borg og austræn. Því næst haldið áfram og tveggja tíma akstur til álborgar. Það var fróðlegt að sjá manlífið í sveitinni –húsin –bóndabæirnir – farartækin voru mest kerrur og asnar er reknir voru áfram harðri hendi af börnum og fullorðnum. Mikið er um sykurreyr og bananarækt á þessum slóðum en finnst manni fátæktin blasa við, sást það á húsakosti og fólkinu sjálfu- skánaði samt mikið er við komum nær álborg og sést það að meiri peningar eru þar í umferð. Alls staðar voru voru varðhlið með hermönnum er gáfu leyfi að keyra í gegn eða ekki- en voru margir bílar stoppaðir. Ég taldi að minnsta kosti 9 stöðvar á þessum tveimur tímum. í akstri. Jæja loks var ferð á enda og klukkan að nálgast 6 oo á laugardegi. Tveir sólarhringar í ferðalög og hjónin þreytt. Vorum keyrð í VILLUNA á staðnum –en fyrirtækið er með 3 einbýlishús fyrir gesti og hvert hús um 2oo – 3oo fm. Húsið er ágætlega búið fínum húsgögnum – og flottum persnenskum teppum í hólf og golf en allt annað er frekar subbó eins og mann segir- en þó hreint og fínt á uppábúnum rúmum . Eyddum fyrstu tímum í að sótthreinsa wc og vaska –þurka af og úr skápum áður en föt voru sett inn í þá -síðan verður frúin á ryksugunni sunnudag og húsbóndinn tekur eldhús og ísskáp og þrífur í kveld – (get alls ekki , kúgast bara) karlinn duglegri og. ..þá verður þetta allveg ágætt. Fórum upp á hotel um 7 4o og skelltum í okkur bita - aðeins í búðina að kaupa vatn og kaffi –fyrir morgundaginn og svo heim í háttinn um 9 oo
Jæja kemur meira seinna – ferð til Luxor áætluð á fimmtudagskveld og Oddný í nokkra daga áfram þar ein - en.verður gaman!!! Og áhugavert í alla staði
Kær Kveðjan ……sendi nokkrar myndir er Ingvar tók …í ferð

Oddný með kveðjum og knúsi til allra
Xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx





1 ummæli:

Gunna sagði...

hæ mamma ég læt hitt í draft núna.
skemtið ykkur vél í útalandinu knús Gunna