þriðjudagur, febrúar 26, 2008

SMÁ FRÁ EGYPT… Á FIMMTDEGI…

Er með hugann í dag hjá Rebekku Invarsdóttur systur Ástu æskuvinkonu minnar og er hún jörðuð í dag og athöfnin í Bústaðakirkju kl 13 oo
Er missir fjölsskyldunnar mikill og sérstaklega systranna en þær allar þrjár afar samrýmdar og góðar vinkonur.
Sé hana fyrir mér eins og ég hitti hana fyrst hjá Ástu í Hellulandinu fyrir 30 árum –hressa táningsstelpu með mikinn húmor. Takk fyrir samfylgdina og

Blessuð sé minning hennar. +

En var að koma úr hádegismat bara góður kjúlli í dag og gott heitt brauð - Fékk aðeins í maga í einn dag sem telst ansi gott og var afar heppin. Fingur í kross xxxx
Varð að fá hjálp til að opna útihurðina hún bifaðist ekki hjá mér enda þung og mikil–en einn vörðurinn hjálpaði mér við það –sparkaði henni upp var gott að komast úr sólinni sem var ansi heit í dag… Muhamed mætti ekki í morgunn til að búa um og vaska upp þessa tvo diska og bolla sem tekur hann ca 40 mín – he he .. Það sama er með bíla á milli staða fyrir Ingvar og Rob stundum koma þeir og seint –eða ekki.. og þá þarf að hringja allt verður betra í 2 daga og þá aftur í sama far.
Einhvern veginn annar taktur hér en er hann eitthvað verri en okkar tif. ?? er spurningin-

TV eða SJÓNVARPIÐ fyrir manneskjur með rúman tíma..

En ég gæti vel hugsað mér að læra arabísku jaaaa dríf mig í því barasta..
KLUKKAN 7 oo á morgnana er Nile Tv sem eru fréttir á ensku og svo frönsku- og auglýsingar um ferðir sem hægt er að fara í og fl. Síðan hefst dagsskrá á Local Stöð 2 og þá er allt á arabísku allan daginn. Byrjar kl 9 á lestri úr Kóraninum og síðan útskýringar klerka sýnist mér með og á eftir. Ýmsir umræðuþættir sem konur stjórna eru fyrir hádegi og farið yfir umönnun ungbarna –menningu – listir – tísku –hollustu og verið að ræða um hluti sem ég t.d. skil ekkert í um hvað er talað.
Eftir hádegi eru svo ýmsir þættir í kennslu –og fögin mörg eða –eðlisfræði-enska –reikningur –stjörnufræði-saga og margt fl.. bara gott mál..Ca.2 enskir þættir á dag FRIENDS og According to Jim - en síðan er handbolti afar vinsæll og fram á kveld og mikið rætt um leikina bæði á undan og eftir. Þá að lokum tvær sápu-óperur eða framhaldsþættir sem eru allveg ágætis skemmtun –góðir gamanleikarar þar..er lýsa tilfinningum afar vel svo skiljist.
Kvikmyndir eru sýndar seint eða um 11 oo en þá gömlu hjónin hér á bæ farin að sofa og missum af bíóinu. Eitt er þó gott að þegar enskar eða franskar myndir eru sýndar er ekki skellt arabísku tali inn á heldur er bara texti og ansi skrýtið að sjá hann koma öfugur inn á skjáinn –þeir byrja að rita í enda línu og öfugt við okkar letur.
Fréttafluttningur er öðru vísi en hjá okkur á vesturlöndum –meira talað um málefni líðandi stundar hér í kring eða arabalöndin - eins og gefur að skilja og lítið talað um vesturlönd almennt, kanski stórfréttir og slys, nema forsetaforval Í USA sem fylgst er mikið með. Þyrfti að hafa svona bæði austur og vestur heimslandafréttir til að hafa þetta óhlutrægtEkki satt?? Oft finnst mér hann (fréttafluttn) ansi einslitur í okkar heimshluta og í þágu okkar og vorra sjónarmiða sem er kanski allt önnur sýn annars staðar. Umhugsunarefni…….
Mikið er farið inn á föðurlandsást og foringjadýrkun hér –og hvað fólkið geti gert fyrir landið fagra við Níl- bæði í þáttum og söng sem getur verið frekar skondið.

En er að fara til Luxor kl 7:oo í kveld og verð framm á mánudag eða þriðjudag á fínu hóteli með góðum veitingastöðum en fæ herbergið á 53$ með morgunmat í gegn um Ál-city sem er ekkert verð. Er við ána Níl og útsýni yfir allt með fallegum garði. Ingvar kemur svo á sunnudag verður í sólarhring með mér. Ætlunin er að skoða allt sem hægt er á þessum tíma en panta hjá ferðaskrifstofum sem sækja mig – förum við síðan til Assar á bát í 2 – 3 daga á leið heim- látum keyra okkur í 4 tíma þangað og sigla svo til Luxor aftur. Síðan óákveðið með Karió, helst tveir dagar þar.

Heyrumst er ég kem til baka með ferðasöguna..

Kær kveðja frá Oddný

Xxxx og knús

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa frásögnina þína, maður sér þetta allt fyrir sér, hlakka til að lesa um ferðina til Luxor. Góða ferð og kveðja til ykkar Sigga Þórða