fimmtudagur, febrúar 28, 2008

LÚXUS Í LUXOR

Halló aftur..

En hér er skítakuldi núna hjá okkur ca.12 stig en rok og þá sandrok með….en ævintýrahelgi í Luxor liðin hjá okkur hjónum En Ingvar gaurinn var með mér báða daga og nætur. Nú er við komum á hotel IBWan sem ‘’ átti að vera búið að panta fyrir okkur í vikunni,, –þá reyndist ekki vera neinn Súlason skráður en það hafði gleymst-svo kl var 22 oo um kveld bíllinn farinn og ekkert hotel- hlupum þá yfir götu á ferðaskrifstofuna þar og reyndu þeir að útvega okkur hotel á föstudegi sem var ekki auðvelt. Aðal ferðamannatími er að hefjast og einhver ráðstefna í gangi líka. Loks var eitt herbegi laust á flottasta Hoteli í borginni – eða á JOY de Ville og í tvær nætur aðeins.. en þvílík helgi flott aðstaða allveg við bakka Níl –æðislegur matur á veitingahúsunum þar og þjónusta í I flokki … enda helmingi dýrara en önnur 5***** gisting þar –skáluðum við oft fyrir Bob og gistingunni og góða rauðvíninu sem er selt á þessu HOTELINU. En fórum í alls konar skoðunarferðir í frábæru veðri þá helst á vesturbakkanum –Dal konunga og drottninga sem eru grafhýsin hér – stærstu hofin – sem er frábært. Tókum bara leigubíl allan daginn sem kostar ekki mikið og fórum um allt. En oft hefur maður heyrt um töfra Níl og lesið um það í bókum en að sitja og horfa á sólarlag þar er ólýsanlegt og hefur áin einhverja töfra er draga mann að sér –kanski sagan og forn menning –veit eigi en Luxor –Níl og nágrenni er engu líkt í heimi hér.. En komin aftur í kolanámuna eins og frakkar sem koma hingað kalla Ál-borg- ég er orðin afar leið á matnum eða því sama á hverjum degi, bara verra en áður –mikill munur eftir luxus um helgi. En á fimmtudag förum við aftur til Luxor- Ingvar í tvær nætur en ég í 4 daga, munum við slaka á og fara á arabíska föstudagsmarkaðinn og fl. Ég verð áfram en á þriðjudag eftir viku förum við í siglingu á Níl í 3 nætur upp til Aswan stíflu og svo á heimleið. Þetta er planið en getur breyst með stuttum fyrirvara hér eða verði Guðs vilji –eins og innfæddir segja hér oft á dag. Er mikið í bókalestri og eru þetta bækur sem ég er búin með – Aska – Vetrarborgin- The Arabs in History – og er núna komin langt með Þriðja táknið- allt góðar bækur og góð skemmtun.

Heyrumst
Og biðjum að heilsa öllum er við þekkjum
kær kveðja oddný

Engin ummæli: