fimmtudagur, febrúar 28, 2008

MENNTUN OG KÚGUN KVENNA

Var þáttur í sjónvarpi hér í morgunn um skólagöngu stúlkna í landinu.. 45% ólæsi meðal kvenna hér – en 35% ólæsi í landinu –er þetta hægt á okkar tímum.?? Forsetafrúin setti lestrarprógramm eða áætlun fyrir lestrarkennslu eða skólagöngu stúlkna hér um 1991 – tekist á við af meira krafti árið 2004 og hefur mikill árangur orðið en þarf mikið meira til.. Fjölskyldurnar setja sig upp á móti því að stúlkurnar stundi skólann og eru sjálfboðaliðar í samfélaginu sem reyna að fara inn á heimilin sjálfir og telja heimilisfeður á það að senda stúlkurnar líka í skólann..það sem við teljum sjálfsagt á vesturlöndum eru mannréttindi – og fá að læra að lesa telst einn þáttur –en verðum að athuga að hér í Egyptalandi er verið að vinna að þessu en í löndum hér í kring er mun meira ólæsi og ekkert verið að gera í þeim málum.

LESTUR

Las hér meðal annars bækur Yrsu Sigurðardóttur eða Þriðja Táknið og Aska – afskaplega góð skemmtun báðar tvær og skemmtilegur karakter aðalpersónan hún Þóra lögmaður og einstæð móðir, skemmtileg plott sem ganga fyllilega upp í lokin.. Yrsa meira meira .. er einhver búinn að lesa eitthvað eftir hana??
Ef ekki þá verðið þið ….

En á morgunn í siðmenninguna aftur en fengum ekki 5* hotel núna Í LUXOR en vonandi ágætt – og góð helgin framundan.

Bless í bili
Kossar of knús til barna okkar –barnabarns + vina og ættingja.
Kær kveðjan
Oddný

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl Oddný mín
Tíminn líður hraðar en maður veit hlakka til að hitta ykkur í USA og veit að ekki verður slor maturinn og allur viðurgerningur og enginn fær í magann
kv og knús
Gréta

Nafnlaus sagði...

Yrsa er uppáhaldshöfundur Elísabetar minnar gefum henni allar bækur eftir hana
kv og knús
Gréta

Nafnlaus sagði...

Sæl fann þig fyrir tilviljun en vildi segja þér að það er Þorrablót í Texas í Planó 15.Mars næstkomandi og vefsíðan til að vera með í Íslendinga félaginu hérna er http://islendingafelagdallasfortworthtexas.barnaland.is/

Kveðja Frá Fort Worth Texas,

Heiða

Nafnlaus sagði...

Sæl Oddný mín, var orðin soldið hissa að sjá þig aldrei á msninu. En þetta er auðvitað skýringin, þú ert að skoða heiminn. Oh hvað ég skil það vel, hvað annað. Var annars að spá í hvar Ingvar ætlar að halda upp á afmælið sitt í ár, Egypt or TX?? Verðum á ferðinni í maí og vorum að spá í hvort þið verðið heima ;)
Kærar kveðjur til ykkar beggja frá Kötu og Krúsa

Nafnlaus sagði...

Oddn� m�n elskan �g sakna a� heyra ekki fr� ��r hven�r kemur �� eiginlega heim ??
kv og kn�s
Gr�ta

Nafnlaus sagði...

Þú þarft að lesa Sér grefur gröf eftir Yrsu.......... hún er mjög góð

Kveðja frá vinkvennu þinni úr Hólmgarðinum - gettu hver ég er :-)

Nafnlaus sagði...

NÚ er ég forvitin kellan -nú vinkona í Hólmgarði Ásta Birna Kolla - Þóra Sigurðar og Þórunn mín get ekki svona nefnt fleiri í bil,,,,, EN SVALAÐU FORVITNI MINNI
vinkona úr Hólmgarði .. og nefndu nafn

Oddný