miðvikudagur, mars 05, 2008

LUXOR-ÞRIÐJAHEILGIN OG KOMINN MARS-MÁN 2008

Til hamingju Erling bróðir minn með afmælið þitt 3. mars og Elísabet frænka til hamingju með afmælið 4.mars og útskriftina sem Lyfjafræðingur… sá fyrsti í ættinni svo að ég viti…???
Gott mál -!!!! Einnig átti Unnur P. mamma og tengdó afmæli í lok febrúar – hringdum nú hana og ekki má gleyma hamingjuóskum til sætu Sunnevu minnar í Logafoldinni.

Hallóoo aftur gott fólk…komst loks í tölvu í stuttan tíma…

Á miðvikudag tilkynnti Ali upplýsingafulltrúi að ekkert hótel væri að fá í Luxor þessa helgina var þetta örugglega til að Ingvar tæki sér ekki helgarfrí og karl minn brást illa við og sagðist sjá um þetta sjálfur barasta, nú hann hringdi í ferðaskrifstofur er við erum komin í samband við og fengum við hotel afar fljótt – í gegn um þá og á Hotel Joy de villu eins og við segjum og er það Luxus hotel fyrir ca 9000 kr nótt með morgunmat með afslættinum er við fáum frá Álborginn en afar gaman þar síðustu helgi.
Nú vorum sótt í okkar villu hér um 16 oo og bara fínn leigubíllinn sem Ali sendi okkur af stað í–kom til okkar áður brosandi og sagðist ekki vilja að við værum reið og hló en lét okkur fá afsláttarmiðann á hotelið og óskaði okkur alls hins besta og bÍll mundi sækja okkur á laugardag og hann kæmi með til að við kæmumst sem fyrst úr borginni.Góððurr,, En vorum komin á hótelið um 18:oo fengum okkur æðislegan mat og gott rauðvín á LA FLEUR sem er einn af veitingastöðunum. Þessi staður (hotel) er afar skemmtilega uppbyggður eða aðalbygging við sundlaug með öllu –bryggja niður að Níl og bátahöfn og síðan eru herbergin öll svona smáhýsi með sér-inngangi og garði fyrir framan hvert hús með sólstólum –borðum og sólbekk.
Vöknuðum svo snemma báða dagana -búin í afar fjölbreyttum morgunnmat um 8:oo og þá af stað niður í bæ. Verðum að taka taxa því hótelið er aðeins fyrir utan miðborgina og er það ca. 10 mín keyrslan…nú fórum niður að Luxorhofi niður á höfn fyrir utan Winter Palace hotelið fundum þar góða bókabúð og keyptum bækur um staðinn og bækur til lestrar en ég valid mér ævi og sögu NEFERTITI hinnar týndu drottningar eða sú fagra drottning sem ríkti ásamt sínum mannni á jafnréttisgrundvelli- Akhenaaten er ríkti 1400 BC í Amarna er rétt hjá Caríó en mikil saga og svo keypti ég mér ‘’Death comes as the end ,, sem gerist einnig í forn-Egyptalandi og er sakamálasaga eftir Agöthu Christie- en hún hafði mikinn áhuga á forn Egyptum og
fórum svo á egypska markaðinn í hestakerru – og þá hófst sama ballið að semja um verð og hvað langan tíma þetta tæki eða Bekaam –hve mikið ??? Sömdum um að hann keyrði okkur á arabíska markaðinn fyrir 30 egypsk pund í klst. Þá keyrir hann af stað og eftir nokkurn tíma eða 20 mín erum við komin í einhverja götu og hann bendir okkur að fara þar inn en Ingvar segir að þetta sé ekki markaðurinn –hann sé búinn að fara áður þangað hjá lestarstöðinni- hann bara mótmælti og sagði að þetta væri betra en á markaðinum –einhver vinur hans hefur átt búðina !– við þurftum að hóta með tourist-löggunni enn einu sinni.. og þá tók hann við sér –en kom okkur á réttan stað og beið eftir okkur með fýlusvip. Keyptum okkur Phyrus-myndir og minjagripi og svo til baka. Um kvöldið var Ítalskt þema og hlaðborð umm afar gott – við völdum okkur borð úti í garði og fylgdumst því vel með skemmtiatriðunum sem var magadans og mikil músik. Næst fórum við seinna daginn í Te-drykkju á Níl í báti á vegum hótelsins –skemmtilegt. Og gátum fylgst vel með fuglalífi sem var úti í einni eyjunni þar. Síðan var bara legið á meltunni,lesið og dormað.. góoð helgi.
En nú er seinasta vikan hér ‘’Undir sólinni,, eins og Agahta Christie sagði um umhverfi Nílar og við búin að fá nóg í bili maturinn hér á staðnum að drepa okkur og maga okkar og við erum svo leið á því sama alltaf.. fyrsta skipti gær sem við fengum sterka og góða lambakássu en ekki upphitaðann kjúlla- og saltað asna eða geitarkjöt- og sama súpa á hverjum degi. En fáum okkur Herba á kvöldin með ávöxtum til að sleppa við meira yfir daginn. En í kvöld sagði Ingvar ég finn lykt af reyktu kjöti- er þetta í nösunum á mér eða hvað??– hrossabjúgu eða hangikjöt en þetta var allveg rétt annað hvort var verið að reykja kjöt eða kveikja í hræjum he he .. rétt hjá okkur. En við eigum eftir að koma hingað aftur og taka siglinguna niður Níl í 5 daga – verðum að láta duga einn dag eða á föstudag núna vegna vinnu því miður og svo fáum við einn dag í Cairo áður en við förum heim til Houston á mánudaginn 10 mars. Sem sagt á fimmtudagskveld til Luxor – laugardag til Cairo-sunnudagskveld til Amsterdam og mánudag til USA. Ég veit ekki hvort ég kemst í tölvu aftur í bili en reyni á hótelinu í Cairo- og svo er endalok ferðar óskráð –klára í Houston ef ekki fyrr.

Knússs til allra með ferðakveðju...til Óla og Grétu
Oddný kerlan
Og Ingvar líka

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til 'ola og Grétu

með kærri kveðju frá Cario - er komin hingað - skoðum Piramida í dag og söfnin .. sem við komumst yfir´ fljúgum svo heim í nótt og komin heim - mánudag e.h. 10.mars - og til að undirbúa gestakomur allar til okkar. og hlökkum mikikið til...hafið þið ekki heyrt í hinum ferðafélögunum ????
xxx og knúsí og sjáumssssst á skírdag -
Oddný og Ingvar

Nafnlaus sagði...

Heyri betur í þer þegar þú ert komin heim
kv
Gréta

Nafnlaus sagði...

HOme sweet home
kv Gréta

Nafnlaus sagði...

Sæl frænka

Gaman að fylgjast með ykkar þarna ytra. Væri alveg til í að vera þarna með ykkur, allt mjög framandi og spennandi

Hafið það sem allra best

Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim
kv
Gréta

Nafnlaus sagði...

hello hjón hringi í ykkur um helgina og takk fyrir kveðjuna rr

Hanna og maggi koma í dag - svo nóg er að gera var ekki gaman í Danmark ?? og til hamingju með stelpuna ykkar

odda