fimmtudagur, mars 13, 2008

FERÐALOK: FJÓRAR VIKUR LIÐNAR OG FLJÓTT AÐ LÍÐA

Nú síðasta vikan var afar fljót að líða Muhammed kom á hverjum degi bara að þurka af og skipta á rúmum -ég var farin að kúgast er ég labbaði inn í matsalinn á hverjum degi til að borða- maginn minn allveg að gefa sig en varð að fá smá-prótein og kolvetni svo ég píndi mig að snæða- mikið álag var á Ingvari síðaustu dagana á fundum og fl..nú ég gaf afgangsmat úr ísskáp til varðanna fyrir utan Villu og voru það ávextir og fl og þvílíkar þakkir er við fengum fyrir þetta smáræði en þetta er erfitt líf þarna. En á fimmtudagskveld héldum við af stað til Luxor aftur í fylgd Ali og bílstjóra og keyrðum í gegn um eyðimörkina í þetta sinn var áhugavert líka..Komum upp á Joy de Villa einu sinni enn - þjónar og starfsfólk farið að þekkja okkur með nafni he he og fengum okkur að borða og svo í háttinn því næsta dag átti að vakna kl 530. að morgni.
SIGLING Á NÍL Á FÖSTUDEGI:
Vorum búin að panta ferð með ferðaskrifstofunni Karnak og komu þeir að sækja okkur snemma en skiðið átti að leggja af stað kl 7:00 með okkur óg átti ferðinað enda um 7 oo að kveldi svo þetta var 12 tíma ferð.. í allt en stefnan tekiná Tanderrahofið. Þetta var hin skemmtilegasta ferð sáum sólina koma upp og allir sátu á dekkinu og horfðu á það -mikilfenglegt og svo var dólað í rólegheitum á 4 tíma til Kana og þar biðu rútur og leiðsögn um svæðið og svo til baka og Lunch í skipinu sem var afar gott allt sammen og sigling heim - hittum þarna hollendinga -belga - frakka og mikið af þjóðverjum en allir halda að við aríarnir hérna séum þýskarar.. en gaman var þetta. komum heim um átta og þá borðað einu sinni enn á La Fleur og farið að sofa snemma -gamla fólkið .. Á laugardegi var dólað í sundlaugargarðinum - kynntumst þarna dönum afar skemmtilegt fólk - og Oddný og karll náðu bara smálit í sólinni en daginn áður á Níl líka auðvitað. úti allan daginn...en æðislegt hotel einns og ég hef sagt áður mörgum sinnum... en lukum við að pakka niður um 3 oo og lögðum af stað til Cairo kl 17 oo sátum í garðinum og biðum og möööörg hvítvínsglös runnu niður í bið .. um humm.... en flug gekk vel og er við stigum úr flugvélinni um átta leytið þá beið hótelstarfsmaður eftir okkur og aðstoðaði með farangur okkar -þvílík þjónusta fyrir Mr Skulason eins og stóð á spjaldinu .. og svo hvarf hann á braut og Josep var mættur með leigubílstjóra en hann vinnur fyrir Ál borg líka.... nú umboðsmaður okkar var mættur á hotelið í móttökunefnd og heitir sá sjarmör Sjan Mackallin og afhenti hann mér gjöf frá sér en það var silfurspegill afar fallegur og sjarmeraði hann mig allveg upp úr skónum - en eftir fund sagði hann okkur að fá okkur hvað sem viðvildum í mat og drykk og fyritækið borgaði allt + gistinguna á þessu flotta hóteli...í Cairo- við vorum frekar dösuð eftir daginn svo þetta varð ódýrt kveld fyrir Álcity - áttum náttúrulega að nýta þetta betur ennn engin heilsa í það að sinni en nææææst..
SUNNUDAGUR OG PÍRAMIDAR OG FLEIRA:Josep var mættur kl 9 oo næsta morgunn og með bílstjóra á Taxa og var hann guidinn okkar yfir daginn á Gisa til að sjá píramída og safnið í miðborginni þar sem allt er sem var tekið úr gröfum í Luxor er við vorum að skoða í dali konunga og drottninga.. Hann keyrði okkur fyrst um helstu hverfin í borginni gamla hlutann og nýja -islamska hverfið -kristna hverfið -flottu hotelin í miðbænum og fl.. sagði okkur frá öllu... og hann var flinkur að keyra í þessu kaosi þarna sem umferðin er -verð alldrei bílhrædd framar eftir þetta- t.d þriggja akreina gata og sjö bílar á henni hlið við hlið og allir á flautunni -- allir með hliðarklessur á bílum.. he he - en afar öruggur karl í umferðinni.. Nú til Gisa og afar flott að sjá þetta en byggð er komin afar nálægt þarna og mikið að gerast í túristma.. hann keyrði okkur eiginlega upp að píramídunum -verðir komu og VORU AÐ REKA OKKUR Í BURTU EN ÞEIR HÉLDU BARA ÁFRAMM Á BÍLNUM !! - og sögðu bara eitthvað nafn- og þá fengu þeir að fara upp að rútunum- ég held bara 3 leigubílar þar -en þeir eiga ekkiað vera svon nálægt -fólk var að ganga frá miðasölu... vegna þessa..en fengum leiðsgumann og sagði hann okkur frá umhverfinu og hvernig þetta var og fleira... mikið mistur var yfir borginni - mengun og mikið rok með en STÓRKOSTLEGT AÐ SJÁ ÞETTA Í EIGIN PERSÓNU - HVERNIG ÞETTA VAR HÆGT fyrir 3 þúsund árum -fylltumst lotningu yfir einu af undrum veraldar og standa þarna sjálf í eigin persónu í sandinum annó 2008.. en á eftir að fara þarna aftur segi ég.... nú næst var það safnið og skoðuðum sjálf Old kingdom -Middle kingdom deildina og auðvitað Tutankonum prins í öllu gullinu sínu- tók það okkur 3 tíma og er þetta bara brot af safninu sem er samt ekki mjög skipulagt þetta er svo mikið af hlutum sem eru til þarna úr forn menningu Egypta .. nú það var búið að segja okkur að borgin væri skítug og fl en þrátt fyrir það hefur hún sinn sjarmann - mannfólkið - köllin -flauturnar og mismunandi byggingarnar og stíll .. Jæja að lokum vildi Josep fara með okkur á alvöru veitingahús eða #arabískt og vildum við gjarna fara það með innfæddum..og ekkisáum við eftir því skal ég ykkur segja-- nammi namm góður matur súpur- bæði Kofta og kebab með dásamlegu grænmeti og sósum + brauði -safran hrísgrjónum og arabísku kryddi ummmmm... Kofta er t.d. reykt kjöt sem er svo grillað eða lambakótilettur.. Borðuðum yfir okkur algjörlega.. sá engan vesturlandabúa þarna en afar flott allt saman og spariklæddir egyptar... við buðum Josep og bílstjóanum eða tókum með mat handa honum og fjölskyldu það var svo stór skammtur og Josep tók líka sinn afgang með heim til sinna.. algjör veisla á lítinn pening fyrir alla... eftir daginn - nú upp á hotel og við að reyna að sofna því við áttum að mæta upp á flugvöll kl 2 oo um nóttina og færum í flug um 4 oo..
bæ í bilinu xxxxxxxxxxxxxxxxxx Oddný

11 ummæli:

Gunna sagði...

hæ mamma ég er búin að blogga og þú sendir mér bara afgánginn á morgun knús þín Gunns

Nafnlaus sagði...

Hæ oddný mín.Hvað er postal ZIP code í Texas er það 77494 en hvað er 24330 er það húsnúmerið byð kærlega að heilsa

Þórarinn Ingi

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk fyrir comment á síðunni minni ( sé að þú ert oft að kíkja ) ;)

Sé að þú hefur verið í þvílíkri reysu kona Guð hvað ég öfunda þig ... og öfunda ég fólk ekki oft... Hlítur að vera æðisleg upplifun að komast svona ferð.

Risaknús frá Danmörku Dóra og co Esbjerg

Nafnlaus sagði...

á ekkert að fara segja manni hvað íslandsgestirnir eru að bralla hjá þér. kveðja erna litla frænka

Nafnlaus sagði...

Ég segi það, maður hefur sama og ekkert heyrt af ferðalöngunum´:o) Hélt að hér yrði haldið út ferðasögu meðan á dvöl þeirra stendur þarna ytra. Vonum að það sé allt gott að frétta af ykkur og þið hafið það gott
Kveðja Drífa

Nafnlaus sagði...

Takk yfir okkur
Kveðja
Óli og Gréta

Nafnlaus sagði...

Jæja
Núna hefur þú tíma til að láta til þín heyra bíð spennt eftir bloggi
koma svo
kv og knús
Gréta

Unknown sagði...

Jæja frænkust á ekkert að fara að setjast og blogga ;)
vonandi ertu búin að ná þér skvís
mbk.Lolla og hlakka til að lesa nýtt blogg

Nafnlaus sagði...

Flottir drengirnir okkar á síðunni hennar Gunnu
kv
Gréta
ps. er komin alvarleg ritstífla í þig mágkona mín

Unknown sagði...

Ég tek undir með Grétu er einhver stífla í gangi haha.. það verður að smyrja kelluna :Dhehe..

Nafnlaus sagði...

Litið að gerast á síðunni.
Þú í Reykjavík.